Styrkari heilbrigðisþjónusta á Austurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. september 2021 11:30 Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Alþingiskosningar 2021 Heilsugæsla Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun