Framsókn styður rafíþróttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 15. september 2021 12:16 Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Rafíþróttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun