Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2021 08:48 Hart er deilt um frumvarpið á Nýja-Sjálandi en kannanir sýna mikinn stuðning meðal þjóðarinnar. epa Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. Fleiri en 100 þúsund umsagnir hafa borist um frumvarpið, meira en helmingi fleiri en bárust um afar umdeilt frumvarp um dánaraðstoð. Alls bárust um 40 þúsund umsagnir um það frumvarp. Umrætt frumvarp um bann við bælingarmeðferðum gerir það refsivert að freista þess að breyta kynhneigð eða kynvitund annarra. Það verður ólöglegt að framkvæma nokkuð sem talist getur til bælingarmeðferðar á einstaklingum undir 18 ára og þá verður refsivert að framkvæmda skaðlega meðferð á öllum, óháð aldri. Mun það varða allt að fimm ára fangelsi. Enn á eftir að fara yfir umsagnirnar en stuðningsmenn frumvarpsins eru vongóðir, enda voru 72 prósent Nýsjálendinga fylgjandi banninu samkvæmt nýlegri könnun en aðeins 14 prósent á móti. Simon Bridges, talsmaður Þjóðarflokksins, segir hins vegar allar líkur á að flestar umsagnirnar séu gagnrýnar á frumvarpið og að það þarfnist meiri umræðu. Þjóðarflokkurinn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu í fyrstu atkvæðagreiðslu og segist alls ekki munu styðja það nema foreldrar verði undanskyldir ábyrgð. Frumvarpið ætti engu að síður að ná í gegn án stuðnings flokksins. Hinsegin Málefni transfólks Nýja-Sjáland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Fleiri en 100 þúsund umsagnir hafa borist um frumvarpið, meira en helmingi fleiri en bárust um afar umdeilt frumvarp um dánaraðstoð. Alls bárust um 40 þúsund umsagnir um það frumvarp. Umrætt frumvarp um bann við bælingarmeðferðum gerir það refsivert að freista þess að breyta kynhneigð eða kynvitund annarra. Það verður ólöglegt að framkvæma nokkuð sem talist getur til bælingarmeðferðar á einstaklingum undir 18 ára og þá verður refsivert að framkvæmda skaðlega meðferð á öllum, óháð aldri. Mun það varða allt að fimm ára fangelsi. Enn á eftir að fara yfir umsagnirnar en stuðningsmenn frumvarpsins eru vongóðir, enda voru 72 prósent Nýsjálendinga fylgjandi banninu samkvæmt nýlegri könnun en aðeins 14 prósent á móti. Simon Bridges, talsmaður Þjóðarflokksins, segir hins vegar allar líkur á að flestar umsagnirnar séu gagnrýnar á frumvarpið og að það þarfnist meiri umræðu. Þjóðarflokkurinn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu í fyrstu atkvæðagreiðslu og segist alls ekki munu styðja það nema foreldrar verði undanskyldir ábyrgð. Frumvarpið ætti engu að síður að ná í gegn án stuðnings flokksins.
Hinsegin Málefni transfólks Nýja-Sjáland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira