Hefði viljað ganga lengra í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 13:29 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu. „Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira