Stöðugleiki fyrir heimilin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2021 07:01 Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun