„Sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 21:59 Gunnar Karl segir mikla viðurkenningu á þeirri miklu vinnu sem hann og annað starfsfólk staðarins vinni felast í Michelin-stjörnunni sem Dill var veitt í dag. Aðsend Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna. „Ég sit hérna heima hjá mér með öllu starfsfólkinu og fjölskyldunni og við erum að fá okkur smá kampavín,“ sagði Gunnar Karl þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í kvöld. Eðli málsins samkvæmt var hann afar ánægður með að vera veitt stjarnan annað árið í röð, en tilkynnt var hvaða staðir á Norðurlöndunum fengju stjörnuna á blaðamannafundi í dag. Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017 en missti hana árið 2019. Stjarnan sneri svo aftur á Dill árið eftir, og verður áfram eftir tíðindi dagsins. „Við höfðum fengið hana og misst hana. Í fyrra fengum við hana aftur. Það voru heilmikil kaflaskipti í fyrirtækinu og ég var búinn að vera í New York í næstum því fjögur ár. Ég kom til baka, við fengum stjörnuna og erum augljóslega ánægð og sátt með það. Núna er búið að vera, ekki bara fyrir okkur heldur alla veitingastaði landsins, erfitt út af Covid. En ég er ótrúlega ánægður og glaður að við skulum halda þessari stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er til húsa að Laugavegi 59 í Reykjavík.Aðsend Staðir þurfi að sanna sig ár eftir ár Gunnar áréttar að þó hann tali um að „halda stjörnunni“ sér fyrirkomulagið í raun á þá leið að stjarnan sé gefin á hverju ári. Þannig geti veitingastaðir sem fengið hafa stjörnuna aldrei gengið að því vísu að vera veitt stjarna aftur árið eftir. „Þú þarft í raun að sýna og sanna á hverju ári að þú sért verðugur til að fá stjörnuna. Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir meiriháttar starfsfólk sem vinnur með mér og gerði það að verkum að við skyldum halda þessari stjörnu þrátt fyrir ótrúlega erfiða tíma.“ Gunnar Karl segir sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenninguna á tíma sem þessum, þar sem síðastliðið ár hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir gert veitingastarfsemi allt annað en auðveldari. „Það hafa verið reglur sem fara allt frá því að ég megi mest vera með níu gesti og verði að henda þeim út fyrir klukkan níu, eða hvað það nú er. Þetta er búið að vera fáránlegt ár og þess vegna er það ótrúlegur léttir að þetta hafi farið svona, að við höldum okkar stjörnu.“ Eitthvað sem skipti máli Gunnar Karl segir helstu áhrif þess að fá stjörnuna felast í meiru en bara viðurkenningu á gæðum staðarins, sem þó vegi þungt. „Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér persónulega að þetta sé eins og sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn af því að við vinnum baki brotnu í að reyna að búa til eitthvað sem skiptir máli og eitthvað sem við elskum og svo vonandi gestirnir okkar augljóslega líka. Svo er það þannig að þegar þú ert með Michelin-stjörnu þá hjálpar það til við að fylla bókunarsíðuna, fá gott starfsfólk og svo framvegis. Þetta helst allt einhvern veginn í hendur.“ Þá sé stjörnukerfi Michelin raunar helsti leiðarvísir sælkera víðs vegar um heiminn og eitthvað sem flestir í þeim hluta veitingabransans sem Dill starfar á stefni að. „Hafandi sagt það þá væri ég alveg ágætur án hans, en engu að síður er ótrúlega gaman að fá þessa viðurkenningu og ég vona að á næstu árum fáum við að sjá fleiri veitingastaði á Íslandi fá þessa stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er sem stendur eini íslenski staðurinn sem er með Michelin-stjörnu, en á leiðarvísi Michelin má þó finna fjóra aðra íslenska veitingastaði sem mælt er með. Það eru staðirnir ÓX, Matur og Drykkur, Sümac og Moss. Allir staðirnir eru í Reykjavík utan þess síðastnefnda, sem er í Grindavík, nánar til tekið við Bláa lónið. Michelin Veitingastaðir Matur Reykjavík Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
„Ég sit hérna heima hjá mér með öllu starfsfólkinu og fjölskyldunni og við erum að fá okkur smá kampavín,“ sagði Gunnar Karl þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í kvöld. Eðli málsins samkvæmt var hann afar ánægður með að vera veitt stjarnan annað árið í röð, en tilkynnt var hvaða staðir á Norðurlöndunum fengju stjörnuna á blaðamannafundi í dag. Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017 en missti hana árið 2019. Stjarnan sneri svo aftur á Dill árið eftir, og verður áfram eftir tíðindi dagsins. „Við höfðum fengið hana og misst hana. Í fyrra fengum við hana aftur. Það voru heilmikil kaflaskipti í fyrirtækinu og ég var búinn að vera í New York í næstum því fjögur ár. Ég kom til baka, við fengum stjörnuna og erum augljóslega ánægð og sátt með það. Núna er búið að vera, ekki bara fyrir okkur heldur alla veitingastaði landsins, erfitt út af Covid. En ég er ótrúlega ánægður og glaður að við skulum halda þessari stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er til húsa að Laugavegi 59 í Reykjavík.Aðsend Staðir þurfi að sanna sig ár eftir ár Gunnar áréttar að þó hann tali um að „halda stjörnunni“ sér fyrirkomulagið í raun á þá leið að stjarnan sé gefin á hverju ári. Þannig geti veitingastaðir sem fengið hafa stjörnuna aldrei gengið að því vísu að vera veitt stjarna aftur árið eftir. „Þú þarft í raun að sýna og sanna á hverju ári að þú sért verðugur til að fá stjörnuna. Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir meiriháttar starfsfólk sem vinnur með mér og gerði það að verkum að við skyldum halda þessari stjörnu þrátt fyrir ótrúlega erfiða tíma.“ Gunnar Karl segir sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenninguna á tíma sem þessum, þar sem síðastliðið ár hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir gert veitingastarfsemi allt annað en auðveldari. „Það hafa verið reglur sem fara allt frá því að ég megi mest vera með níu gesti og verði að henda þeim út fyrir klukkan níu, eða hvað það nú er. Þetta er búið að vera fáránlegt ár og þess vegna er það ótrúlegur léttir að þetta hafi farið svona, að við höldum okkar stjörnu.“ Eitthvað sem skipti máli Gunnar Karl segir helstu áhrif þess að fá stjörnuna felast í meiru en bara viðurkenningu á gæðum staðarins, sem þó vegi þungt. „Númer eitt, tvö og þrjú finnst mér persónulega að þetta sé eins og sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn af því að við vinnum baki brotnu í að reyna að búa til eitthvað sem skiptir máli og eitthvað sem við elskum og svo vonandi gestirnir okkar augljóslega líka. Svo er það þannig að þegar þú ert með Michelin-stjörnu þá hjálpar það til við að fylla bókunarsíðuna, fá gott starfsfólk og svo framvegis. Þetta helst allt einhvern veginn í hendur.“ Þá sé stjörnukerfi Michelin raunar helsti leiðarvísir sælkera víðs vegar um heiminn og eitthvað sem flestir í þeim hluta veitingabransans sem Dill starfar á stefni að. „Hafandi sagt það þá væri ég alveg ágætur án hans, en engu að síður er ótrúlega gaman að fá þessa viðurkenningu og ég vona að á næstu árum fáum við að sjá fleiri veitingastaði á Íslandi fá þessa stjörnu,“ segir Gunnar Karl. Dill er sem stendur eini íslenski staðurinn sem er með Michelin-stjörnu, en á leiðarvísi Michelin má þó finna fjóra aðra íslenska veitingastaði sem mælt er með. Það eru staðirnir ÓX, Matur og Drykkur, Sümac og Moss. Allir staðirnir eru í Reykjavík utan þess síðastnefnda, sem er í Grindavík, nánar til tekið við Bláa lónið.
Michelin Veitingastaðir Matur Reykjavík Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira