Hver er þessi Olaf Scholz? Ívar Már Arthúrsson skrifar 13. september 2021 20:01 Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi.
Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar