Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 22:30 Kristinn Steindórsson skorar hér mark sitt í 3-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan. Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira