Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2021 17:52 Frá göngum háskólans í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Konum verður gert að hylja sig innan veggja háskólanna á grundvelli nýju reglnanna. AP Photo/Felipe Dana Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“ Afganistan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“
Afganistan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira