Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 11:05 Ragnar Þór Pétursson tók við sem formaður KÍ árið 2018. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira