Brugðið eftir alvarlegar hótanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 12:15 Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins lét lögreglu vita af alvarlegum hótunum í sinn garð á þriðjudag. Vísir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra. Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins hringdi í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn. „Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn.“ Baldur staðfestir að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu. Aðspurður um hvers kyns hótun hafi verið að ræða segir Baldur: „Atvikin voru bara þess eðlis að ég taldi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun mála.“ Hann segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá lögreglu og ráðgjöf í framhaldinu. Baldur segir óþægilegt að lenda í svona. „Þó að maður sé nú ágætlega á sig kominn þá er maður nú ekki skotheldur. Þetta var óþægilegt og ekki það sem maður óskar eftir,“ segir hann, Baldur segist ekki vera með sérstaka gæslu frá lögreglu eftir atvikið. „En maður kíkir í kringum sig og vonar að fólk sem er í svona miklu ójafnvægi fái viðeigandi aðstoð,“ segir Baldur að lokum. Fréttastofa hefur fengið staðfest að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá herma heimildir fréttastofu að á meðan á fundinum stóð hafi borgarfulltrúum verið tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Heimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið beðin um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra.
Reykjavík Lögreglumál Miðflokkurinn Skotvopn Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira