„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga Snorri Másson skrifar 8. september 2021 19:20 Fríðuhús verður selt þegar starfsemin fær nýtt húsnæði. Stöð 2/Egill Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu. Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði. Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði.
Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira