Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2021 19:02 Get Outlook for iOS Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.” Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.”
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21