Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2021 19:02 Get Outlook for iOS Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. „Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.” Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta hafi verið mjög tæpt og þetta var mikil blæðing. Það var byssukúla sem fer í gegnum brjóstholið og án þess að ég sé að fara í einhver smáatriði á aðgerðinni eða áverkunum þá var þetta byssukúla sem fór inn að framan og út hinum megin og olli mikilli blæðingu inn í brjóstholi en það tókst að stöðva blæðinguna og tókst að varðveita stærsta hluta af lunganu, sem betur fer,” segir Tómas sem bætir við að hann hafi fengið samþykki sjúklingsins til að ræða opinberlega um aðgerðina. Fyrstu viðbrögð skiptu sköpum Tómas segir að fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. Samstundis hafi verið kallað eftir neyðarblóði frá Neskaupstað og sjúkraflugvél frá Akureyri fengin til að flytja manninn á Landspítala, sem almennt taki skemmri tíma en að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Ég myndi segja í þessu tilviki að allt hafi gengið upp, frá því að vera hálf vonlaust ástand. Það var hægt að koma sjúklingnum á lífi hingað suður og hann var þá með alvarlegar blæðingar innvortis í brjóstholi sem var hægt að taka og gera á umfangsmikla skurðaðgerð en við tókum hann beint inn á skurðstofuna, vorum ekki að eyða neinum tíma í myndrannsókn eða slíkt. Og þetta gekk og aðgerðin var flókin en gekk vel.” Hann segir að manninum hafi blætt mikið. „Þetta var töluverð blæðing og ég get upplýst um það að þetta er nálægt fimm lítrum sem er nálægt allt blóðmagn líkamans,” segir Tómas. „Þetta voru mjög alvarlegir áverkar og flestir lifa það ekki af.“ „Ekki spítali sem er að troða marvaða“ Þung staða á Landspítalanum hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Tómas segir að þrátt fyrir það fari þar fram gott og öflugt starf, og þegar staðan verði erfið leggi allir hönd á plóg – líkt og í þessu tilfelli. „Þegar þetta verður þá eru aðstæður mjög erfiðar á gjörgæslunni. Hún var full upp í rjáfur, meðal annars útaf covidsjúklingum. En það bara hjálpuðust allir að, það kom inn fólk til þess að hjálpa, það var búið til pláss og allt gekk upp. Við höfum verið í mótvindi svolítið lengi og oft er spítalinn talaður dálítið niður, en það er alveg ljóst að það að koma sjúklingi í gegnum svona áverka, það er bara spítali og heilbrigðiskerfi sem er að fúnkera sem gerir það. Það er ekki spítali sem er að troða marvaða,“ segir hann og bætir við að samspil margra þátta hafi stuðlað að því að maðurinn muni ná sér að fullu. „Batinn hefur verið undraverður og hann var útskrifaður í gær.”
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Skotvopn Múlaþing Tengdar fréttir Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21