Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 8. september 2021 16:00 Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. Vitnað var í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagði þennan fjárfestingarkostnað „áhyggjuefni“. En er hann það – og er íslenska lífeyriskerfið dýrt í rekstri. Svarið við báðum spurningum er einfaldlega nei. Það kostar að veita góða þjónustu Byrjum á rekstrarkostnaðinum. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og einn talsins og rekstrarkostnaður alls kerfisins er eins og áður kom fram innan við níu milljarðar króna. Kerfið er hluti af fjármálamarkaði landsins og þrátt fyrir að rekstur t.d. banka og lífeyrissjóða sé ólíkur er áhugavert að benda á að rekstrarkostnaður Arion banka nam samtals 24,4 milljörðum króna á síðasta ári. Sem er tæplega þrefalt hærri upphæð en sú sem fór í að reka alla lífeyrissjóði landsins. Lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum einnig tryggingarvernd ef áföll dynja yfir. Eins og með bankana er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki eins – en það er samt áhugavert að sjá að rekstrarkostnaður eins tryggingafélags, VÍS, nam um 5,5 milljörðum í fyrra. Fáir hafa gagnrýnt háan rekstrarkostnað fyrirtækjanna tveggja sem hér hafa verið nefnd til samanburðar, enda veita þau bæði viðskiptavinum sínum fyrirtaks þjónustu. Við getum líka beitt öðrum samanburði. Sjálfur starfa ég hjá Gildi-lífeyrissjóði þar sem rekstrarkostnaður nam rétt ríflega milljarði í fyrra. Á sama tíma kostaði rekstur VR, þess félags sem Ragnar Þór veitir forystu, tæplega einn milljarð. Ég hef ekki heyrt marga gagnrýna rekstrarkostnað VR enda held ég að félagsmenn fái þar góða þjónustu. Formaður VR áttar sig á að það kostar enda virðist þessi kostnaður VR ekki fara lækkandi. Það segir reyndar aðeins hluta sögunnar því útilokað er að átta sig á hversu mikið VR greiðir í fjárfestingargjöld fyrir umsýslu á þeim um 12,5 milljörðum sem félagið á í verðbréfum og verðbréfasjóðum. Þær upplýsingar eru ekki birtar í ársreikningum VR því ólíkt lífeyrissjóðum er stéttarfélögum ekki gert að birta þann kostnað opinberlega. Ég vona að einhver sjái um að passa upp á þessar fjárhagslegu eignir félagsmanna VR og tryggja sem besta ávöxtun þeirra. En ég veit líka að sú vinna er ekki unnin ókeypis. Rekstrarkostnaður er lítill í alþjóðlegum samanburði Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins nema í dag um 6.200 milljörðum króna og það gefur auga leið að það kostar að halda utan um slíkt eignasafn. Til að meta hvort sá kostnaður sé of hár hér á landi er þarft að bera hann saman við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það gera Samtök atvinnulífsins einmitt í grein sem birt hefur verið á vef samtakanna. Þar kemur í ljós að sameiginlegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins á árunum 2015 til 2019 nam 0,17% af heildareignum. Fjárfestingargjöldin námu til viðbótar 0,06%. Samanlagt nemur kostnaðurinn 0,23% af heildareignum sem er mjög svipað og gengur og gerist í löndum eins og Þýskalandi og Danmörku en mun lægra en til að mynda í Noregi, Finnlandi og Sviss. Stjórnendum íslenskra lífeyrissjóða virðist því hafa tekist að halda rekstrar- og fjárfestingarkostnaði í lágmarki. Þannig að formaður VR ætti frekar að hrósa stjórnendum sjóðanna fyrir vel unnin störf en að segjast hafa áhyggjur af kostnaði sem í öllum samanburði stenst það sem best gerist bæði hér á landi og erlendis. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. Vitnað var í Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagði þennan fjárfestingarkostnað „áhyggjuefni“. En er hann það – og er íslenska lífeyriskerfið dýrt í rekstri. Svarið við báðum spurningum er einfaldlega nei. Það kostar að veita góða þjónustu Byrjum á rekstrarkostnaðinum. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og einn talsins og rekstrarkostnaður alls kerfisins er eins og áður kom fram innan við níu milljarðar króna. Kerfið er hluti af fjármálamarkaði landsins og þrátt fyrir að rekstur t.d. banka og lífeyrissjóða sé ólíkur er áhugavert að benda á að rekstrarkostnaður Arion banka nam samtals 24,4 milljörðum króna á síðasta ári. Sem er tæplega þrefalt hærri upphæð en sú sem fór í að reka alla lífeyrissjóði landsins. Lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum einnig tryggingarvernd ef áföll dynja yfir. Eins og með bankana er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki eins – en það er samt áhugavert að sjá að rekstrarkostnaður eins tryggingafélags, VÍS, nam um 5,5 milljörðum í fyrra. Fáir hafa gagnrýnt háan rekstrarkostnað fyrirtækjanna tveggja sem hér hafa verið nefnd til samanburðar, enda veita þau bæði viðskiptavinum sínum fyrirtaks þjónustu. Við getum líka beitt öðrum samanburði. Sjálfur starfa ég hjá Gildi-lífeyrissjóði þar sem rekstrarkostnaður nam rétt ríflega milljarði í fyrra. Á sama tíma kostaði rekstur VR, þess félags sem Ragnar Þór veitir forystu, tæplega einn milljarð. Ég hef ekki heyrt marga gagnrýna rekstrarkostnað VR enda held ég að félagsmenn fái þar góða þjónustu. Formaður VR áttar sig á að það kostar enda virðist þessi kostnaður VR ekki fara lækkandi. Það segir reyndar aðeins hluta sögunnar því útilokað er að átta sig á hversu mikið VR greiðir í fjárfestingargjöld fyrir umsýslu á þeim um 12,5 milljörðum sem félagið á í verðbréfum og verðbréfasjóðum. Þær upplýsingar eru ekki birtar í ársreikningum VR því ólíkt lífeyrissjóðum er stéttarfélögum ekki gert að birta þann kostnað opinberlega. Ég vona að einhver sjái um að passa upp á þessar fjárhagslegu eignir félagsmanna VR og tryggja sem besta ávöxtun þeirra. En ég veit líka að sú vinna er ekki unnin ókeypis. Rekstrarkostnaður er lítill í alþjóðlegum samanburði Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins nema í dag um 6.200 milljörðum króna og það gefur auga leið að það kostar að halda utan um slíkt eignasafn. Til að meta hvort sá kostnaður sé of hár hér á landi er þarft að bera hann saman við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það gera Samtök atvinnulífsins einmitt í grein sem birt hefur verið á vef samtakanna. Þar kemur í ljós að sameiginlegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins á árunum 2015 til 2019 nam 0,17% af heildareignum. Fjárfestingargjöldin námu til viðbótar 0,06%. Samanlagt nemur kostnaðurinn 0,23% af heildareignum sem er mjög svipað og gengur og gerist í löndum eins og Þýskalandi og Danmörku en mun lægra en til að mynda í Noregi, Finnlandi og Sviss. Stjórnendum íslenskra lífeyrissjóða virðist því hafa tekist að halda rekstrar- og fjárfestingarkostnaði í lágmarki. Þannig að formaður VR ætti frekar að hrósa stjórnendum sjóðanna fyrir vel unnin störf en að segjast hafa áhyggjur af kostnaði sem í öllum samanburði stenst það sem best gerist bæði hér á landi og erlendis. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar