Vaxtarstyrkur fyrir þitt barn Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. september 2021 21:00 Fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundastarf er okkur flestum tiltölulega aðgengilegt hér á landi. Það er eitthvað sem við sem samfélag getum státað okkur af og það sem meira er, þá getum við verið nokkuð stolt af því. Rannsóknir hafa sýnt og sannað að kostir þess að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf eru óumdeilanlegir. Slíkt starf hefur jákvæð áhrif á félagsfærni barna, þroska þeirra sem og á andlega og líkamlega heilsu. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Það er mikilvægt að virkja börn til þátttöku í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og um leið að tryggja tækifæri allra til að njóta góðs af því. Jöfn tækifæri barna til að blómstra Ríki og sveitarfélög hafa átt gott samstarf og unnið hefur verið náið með íþrótta- og tómstundahreyfingum landsins að lækkun greiðslubyrði fjölskyldna vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við getum þó enn gert betur. Fyrir margar fjölskyldur er það þungur róður að standa straum af kostnaði við þátttöku barna sinna í slíku starfi. Sérstaklega getur borið á þeirri stöðu nú í kjölfar áhrifa COVID-19 á efnahag og vinnumarkaðinn hér á landi. Slík staða getur verið öllum erfið og ósanngjörn; sérstaklega gagnvart börnum. Við viljum tryggja jöfn tækifæri allra barna til að blómstra í þeirri íþrótt eða þeirri tómstund sem höfðar til þeirra og þau finna sig í óháð efnahag eða félagslegra aðstæðna. Mörg sveitarfélög niðurgreiða þátttöku í íþróttum eða tómstundum í formi frístundastyrks. Það hefur vissulega leitt til þess að aukning iðkenda hefur orðið í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeirra sveitarfélaga. Hins vegar eru enn fjölskyldur sem sjá sig ekki fjárhagslega færa til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundiðkun barna sinna og úr því þarf að bæta. Launsin liggur í vaxtarstyrk Framsóknar Við í Framsókn viljum létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og tryggja það að öll börn njóti góðs af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að tryggja hverju barni 60 þúsund króna árlegan vaxtarstyrk. Sem dæmi myndi þriggja barna fjölskylda fá 180 þúsund króna vaxtarstyrk árlega og er það til viðbótar við þann frístundastyrk sem sveitarfélög bjóða upp á. Léttum lífið og fjárfestum í fólki. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. Sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundastarf er okkur flestum tiltölulega aðgengilegt hér á landi. Það er eitthvað sem við sem samfélag getum státað okkur af og það sem meira er, þá getum við verið nokkuð stolt af því. Rannsóknir hafa sýnt og sannað að kostir þess að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf eru óumdeilanlegir. Slíkt starf hefur jákvæð áhrif á félagsfærni barna, þroska þeirra sem og á andlega og líkamlega heilsu. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Það er mikilvægt að virkja börn til þátttöku í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og um leið að tryggja tækifæri allra til að njóta góðs af því. Jöfn tækifæri barna til að blómstra Ríki og sveitarfélög hafa átt gott samstarf og unnið hefur verið náið með íþrótta- og tómstundahreyfingum landsins að lækkun greiðslubyrði fjölskyldna vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við getum þó enn gert betur. Fyrir margar fjölskyldur er það þungur róður að standa straum af kostnaði við þátttöku barna sinna í slíku starfi. Sérstaklega getur borið á þeirri stöðu nú í kjölfar áhrifa COVID-19 á efnahag og vinnumarkaðinn hér á landi. Slík staða getur verið öllum erfið og ósanngjörn; sérstaklega gagnvart börnum. Við viljum tryggja jöfn tækifæri allra barna til að blómstra í þeirri íþrótt eða þeirri tómstund sem höfðar til þeirra og þau finna sig í óháð efnahag eða félagslegra aðstæðna. Mörg sveitarfélög niðurgreiða þátttöku í íþróttum eða tómstundum í formi frístundastyrks. Það hefur vissulega leitt til þess að aukning iðkenda hefur orðið í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeirra sveitarfélaga. Hins vegar eru enn fjölskyldur sem sjá sig ekki fjárhagslega færa til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundiðkun barna sinna og úr því þarf að bæta. Launsin liggur í vaxtarstyrk Framsóknar Við í Framsókn viljum létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og tryggja það að öll börn njóti góðs af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að tryggja hverju barni 60 þúsund króna árlegan vaxtarstyrk. Sem dæmi myndi þriggja barna fjölskylda fá 180 þúsund króna vaxtarstyrk árlega og er það til viðbótar við þann frístundastyrk sem sveitarfélög bjóða upp á. Léttum lífið og fjárfestum í fólki. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. Sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun