Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2021 13:19 Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum en búist er við hlaupið nái hámarki þar á morgun. Vísir/Egill Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51