Ný hugsun í heilbrigðiskerfinu Gauti Grétarsson skrifar 6. september 2021 20:01 Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar