Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 11:00 Ásrún Magnúsdóttir dansari ætlar að hjálpa ungu fólki sem langar að stefna á heim sviðslista. Vísir/Vilhelm Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. „Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira