Segir valdarán í Samfylkingunni hafa skorið undan lýðræðinu Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 14:22 Birgir Dýrfjörð segir valdarán hafa verið framið í Samfylkingunni. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, stjórnarmaður í flokksstjórn og stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir hreinsanir á lista flokksins eftir síðustu áramót hafa valdið mestu um fylgistap Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun segir Birgir jafnframt að ekki bæti úr þegar forustufólk Samfylkingarinnar klippir eigin vængi, og svarar blákalt með hroka í fjölmiðlum, að brotthvarf Ágústar Ólafs, Jóhönnu Vigdísar og Einars Kárasonar af framboðslista skipti engu máli um fylgi flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup um áramótin hafi Samfylkingin í Reykjavík-Suður mælst með 22 prósent fylgi undir forystu Ágústar Ólafs og Jóhönnu Vigdísar. Hún hafi þá mælst stærsti flokkurinn. Í dag mælist flokkurinn í Gallup könnun með 12 prósent fylgi. Það sé fjallstórt fylgishrun. Stofnmeðlimir hyggist skila auðu Birgir veltir því fyrir sér hvers vegna hrannist upp vitneskja um að fólk, sem tók þátt í að stofna Samfylkinguna, ætli að skila auðu þegar gengið verður til kosninga eftir þrjár vikur. Hvers vegna það fólk segist ekki geta kosið Samfylkinguna. Hann segist telja tíu prósent samdrátt á fylgi flokksins orsakast af því sem hann kallar pólitískar hreinsanir. „Ég hef orðið mjög var við, að skrif mín um það, sem ég kallaði hreinsanir valdaklíku í Reykjavík, hafa sáð efasemdum um heilindi klíkunnar við hagsmuni flokksins," segir Birgir. Sagði sig úr uppstillingarnefnd „Kunnugt er að ég sat í fjórtán manna uppstillingarnefnd, og sagði mig frá henni með bægslagangi og greinaskrifum í fjölmiðlum um það, sem ég leyfði mér að kalla pólitískar hreinsanir,“ segir Birgir. Hann segist jafnframt hafa verið sakaður um að vilja skaða Samfylkinguna eftir að hann sagði sig úr nefndinni. Hann gagnrýnir þá sem hann kalla „Gerandameðvirka flokkshesta“ sem að hans sögn segja ekki mega gagnrýna flokkinn heldur verði að sýna samstöðu. „Það er rétt við eigum að standa saman, - en um hvað? Um það að virða og verja dýrmæta boðbera jafnaðarstefnunnar, - eða um það að rægja og níða flokksfólk, sem talar móti pólitískum hreinsunum, eins og ég og mikill fjöldi annarra hafa gert?“ spyr Birgir. Segir brögð hafa verið í tafli „Mér var þá orðið ljóst það, sem allir vita og sjá í dag, að þar var að verki fólk, sem var ákveðið í því að hreinsa efstu sætin af framboðslistanum. Það fólk sveifst einskis,“ segir Birgir um samnefndarmenn sína í uppstillingarnefndinni. „Ráðendur í stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík settu það inn í verklagsreglur 14 manna uppstillingarnefndar, að ef ekki næðist einhugur um öll nöfn á framboðslistum, þá skildi uppstillingin tekin úr höndum 14 manna hópsins, og þess í stað ættu kjörnir fulltrúar í stjórn fulltrúaráðsins að ráða skipan framboðanna. Það er 7 manna hópur. Það var leynivopnið,“ segir Birgir. Birgir segir umræddan sjö manna hóp hafa kosið um hvort Ágúst Ólafur myndi verma annað sæti listans. Fjórir fulltrúar hafi greitt atkvæði gegn því. Þetta telur Birgir vera hreint valdarán. „Eftir situr nú sú spurning af hverju 7 manna hópurinn var látinn greiða atkvæði um Ágúst Ólaf í 2 sæti. Af hverju var 14 manna upstillingarnefndinni neitað um að greiða atkvæði um 2. sæti listans? Svarið er skýrt: Fjórmenningaklíkan vissi, að hún hafði ekki meirihluta í 14 manna nefndinni,“ segir hann. Ætlar að skila auðu Birgir segist hafa viðrað áhyggjur sínar af því að hreinsun listans myndi hafa slæm áhrif á fylgi flokksins. „Svarið var lýsandi: „Hafðu ekki áhyggjur af því Birgir, það er næstum ár í kosningarnar, þá verða allir búnir að gleyma hvernig listinn varð til“,“ segir Birgir. Hann segist hvorki geta né vilja kjósa aðra flokka og því sjái hann sér þann kost einan að sitja heima þegar þjóðin gegnur að kjörborðinu. Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun segir Birgir jafnframt að ekki bæti úr þegar forustufólk Samfylkingarinnar klippir eigin vængi, og svarar blákalt með hroka í fjölmiðlum, að brotthvarf Ágústar Ólafs, Jóhönnu Vigdísar og Einars Kárasonar af framboðslista skipti engu máli um fylgi flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup um áramótin hafi Samfylkingin í Reykjavík-Suður mælst með 22 prósent fylgi undir forystu Ágústar Ólafs og Jóhönnu Vigdísar. Hún hafi þá mælst stærsti flokkurinn. Í dag mælist flokkurinn í Gallup könnun með 12 prósent fylgi. Það sé fjallstórt fylgishrun. Stofnmeðlimir hyggist skila auðu Birgir veltir því fyrir sér hvers vegna hrannist upp vitneskja um að fólk, sem tók þátt í að stofna Samfylkinguna, ætli að skila auðu þegar gengið verður til kosninga eftir þrjár vikur. Hvers vegna það fólk segist ekki geta kosið Samfylkinguna. Hann segist telja tíu prósent samdrátt á fylgi flokksins orsakast af því sem hann kallar pólitískar hreinsanir. „Ég hef orðið mjög var við, að skrif mín um það, sem ég kallaði hreinsanir valdaklíku í Reykjavík, hafa sáð efasemdum um heilindi klíkunnar við hagsmuni flokksins," segir Birgir. Sagði sig úr uppstillingarnefnd „Kunnugt er að ég sat í fjórtán manna uppstillingarnefnd, og sagði mig frá henni með bægslagangi og greinaskrifum í fjölmiðlum um það, sem ég leyfði mér að kalla pólitískar hreinsanir,“ segir Birgir. Hann segist jafnframt hafa verið sakaður um að vilja skaða Samfylkinguna eftir að hann sagði sig úr nefndinni. Hann gagnrýnir þá sem hann kalla „Gerandameðvirka flokkshesta“ sem að hans sögn segja ekki mega gagnrýna flokkinn heldur verði að sýna samstöðu. „Það er rétt við eigum að standa saman, - en um hvað? Um það að virða og verja dýrmæta boðbera jafnaðarstefnunnar, - eða um það að rægja og níða flokksfólk, sem talar móti pólitískum hreinsunum, eins og ég og mikill fjöldi annarra hafa gert?“ spyr Birgir. Segir brögð hafa verið í tafli „Mér var þá orðið ljóst það, sem allir vita og sjá í dag, að þar var að verki fólk, sem var ákveðið í því að hreinsa efstu sætin af framboðslistanum. Það fólk sveifst einskis,“ segir Birgir um samnefndarmenn sína í uppstillingarnefndinni. „Ráðendur í stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík settu það inn í verklagsreglur 14 manna uppstillingarnefndar, að ef ekki næðist einhugur um öll nöfn á framboðslistum, þá skildi uppstillingin tekin úr höndum 14 manna hópsins, og þess í stað ættu kjörnir fulltrúar í stjórn fulltrúaráðsins að ráða skipan framboðanna. Það er 7 manna hópur. Það var leynivopnið,“ segir Birgir. Birgir segir umræddan sjö manna hóp hafa kosið um hvort Ágúst Ólafur myndi verma annað sæti listans. Fjórir fulltrúar hafi greitt atkvæði gegn því. Þetta telur Birgir vera hreint valdarán. „Eftir situr nú sú spurning af hverju 7 manna hópurinn var látinn greiða atkvæði um Ágúst Ólaf í 2 sæti. Af hverju var 14 manna upstillingarnefndinni neitað um að greiða atkvæði um 2. sæti listans? Svarið er skýrt: Fjórmenningaklíkan vissi, að hún hafði ekki meirihluta í 14 manna nefndinni,“ segir hann. Ætlar að skila auðu Birgir segist hafa viðrað áhyggjur sínar af því að hreinsun listans myndi hafa slæm áhrif á fylgi flokksins. „Svarið var lýsandi: „Hafðu ekki áhyggjur af því Birgir, það er næstum ár í kosningarnar, þá verða allir búnir að gleyma hvernig listinn varð til“,“ segir Birgir. Hann segist hvorki geta né vilja kjósa aðra flokka og því sjái hann sér þann kost einan að sitja heima þegar þjóðin gegnur að kjörborðinu.
Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira