Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 19:10 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af. Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af.
Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira