Réttur dýra til lífs og velvildar Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa 3. september 2021 18:01 Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Dýraheilbrigði Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun