Karl Eskil ráðinn til að stýra heimasíðu og miðlum Samherja Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 11:39 Karl Eskil Pálsson hefur að undanförnu starfað sem dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Samherji Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Þá mun Karl Eskil hafa á sinni könnu ýmis önnur verkefni á sviði upplýsingamála. Samherji hefur mikið verið í kastljósi fjölmiðla síðustu misserin vegna Samherjaskjalanna sem birtust á Wikileaks og upplýsingar komu fram um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Í tilkynningunni segir að Karl Eskil sé reyndur fjölmiðlamaður sem hafi starfað í tvo áratugi á fréttastofu RÚV á Akureyri, verið ritstjóri héraðsfréttablaðsins Vikudags, sjálfstæður blaðamaður og nú síðast dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjávarútvegur hafi verið helsta sérgrein hans í fjölmiðlun, einnig umfjöllun um viðskipta- og mannlíf í landinu, sérstaklega á landsbyggðinni. Þekkir vel til starfsemi og innviða Samherja Haft er eftir Karli Eskil að vegna starfa sinna undanfarna áratugi þekki hann nokkuð til starfsemi og innviða Samherja. „Samherji er líklega með stærri nýsköpunarfyrirtækjum landsins. Í því sambandi nægir að nefna glæsilegan skipaflota, fullkomnar landvinnslur, skip sem getur geymt lifandi fisk í sér útbúnum tönkum og fyrirhugað landeldi í Reykjanesbæ. Listinn er reyndar lengri hvað nýsköpun varðar. Hjá Samherja starfar lausnamiðað og dugmikið fólk, sem nær árangri við að þróa þetta framsækna og tæknivædda fyrirtæki, þar sem lögð er áhersla á gott og skapandi starfsumhverfi. Ég er sem sagt fullur tilhlökkunar og þakklátur fyrir að hafa verið munstraður um borð. Mörg stór verkefni eru í farvatninu hjá Samherja, sem félagið vill segja frá og upplýsa með vönduðum og traustum hætti,“ er haft eftir Karl Eskil sem hóf störf í dag. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Vistaskipti Samherjaskjölin Akureyri Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja. Þá mun Karl Eskil hafa á sinni könnu ýmis önnur verkefni á sviði upplýsingamála. Samherji hefur mikið verið í kastljósi fjölmiðla síðustu misserin vegna Samherjaskjalanna sem birtust á Wikileaks og upplýsingar komu fram um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Í tilkynningunni segir að Karl Eskil sé reyndur fjölmiðlamaður sem hafi starfað í tvo áratugi á fréttastofu RÚV á Akureyri, verið ritstjóri héraðsfréttablaðsins Vikudags, sjálfstæður blaðamaður og nú síðast dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjávarútvegur hafi verið helsta sérgrein hans í fjölmiðlun, einnig umfjöllun um viðskipta- og mannlíf í landinu, sérstaklega á landsbyggðinni. Þekkir vel til starfsemi og innviða Samherja Haft er eftir Karli Eskil að vegna starfa sinna undanfarna áratugi þekki hann nokkuð til starfsemi og innviða Samherja. „Samherji er líklega með stærri nýsköpunarfyrirtækjum landsins. Í því sambandi nægir að nefna glæsilegan skipaflota, fullkomnar landvinnslur, skip sem getur geymt lifandi fisk í sér útbúnum tönkum og fyrirhugað landeldi í Reykjanesbæ. Listinn er reyndar lengri hvað nýsköpun varðar. Hjá Samherja starfar lausnamiðað og dugmikið fólk, sem nær árangri við að þróa þetta framsækna og tæknivædda fyrirtæki, þar sem lögð er áhersla á gott og skapandi starfsumhverfi. Ég er sem sagt fullur tilhlökkunar og þakklátur fyrir að hafa verið munstraður um borð. Mörg stór verkefni eru í farvatninu hjá Samherja, sem félagið vill segja frá og upplýsa með vönduðum og traustum hætti,“ er haft eftir Karl Eskil sem hóf störf í dag.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Vistaskipti Samherjaskjölin Akureyri Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur