Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 14:00 Joey Gibbs trúir því ekki að Ívar Orri Kristjánsson hafi rekið Marley Blair af velli. Vísir/Hulda Margrét Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Nokkuð var um óvænt úrslit. Ber þar helst að nefna 2-1 útisigur Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Vals, 7-0 sigur Breiðabliks í Árbænum og seiglusigur HK í Kórnum. Lof Einar Karl Ingvarsson Miðjumaðurinn fær hrós fyrir að segja Hilmar Árni Halldórssyni að hlaupa yfir boltann er þeir stilltu boltanum upp í aukaspyrnu gegn Íslandsmeisturunum og fyrrum liðsfélögum Einars. Hann þrumaði knettinum svo í netið og lagði grunn að góðum sigri Stjörnunnar. Sóknarleikur Breiðabliks Hvernig er hægt að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga þegar lið skorar sjö mörk? Allir leikmenn liðsins voru frábærir og ljóst að pressan er ekki enn farin að segja til sín í toppbaráttunni. Sérstakt hrós fær Höskuldur Gunnlaugsson fyrir glæsimark sitt en hann þakkaði Guðmundi Benediktssyni, fyrrum þjálfara sínum, fyrir markið. Ingvar Jónsson Eftir að hafa setið á varamannabekknum framan af sumri er Ingvar Jónsson kominn aftur í mark Víkinga og hann var hreint út sagt stórkostlegur í 2-1 sigrinum á FH. Hann bjargaði gestunum nokkuð oft og tryggði þennan gríðarlega mikilvæga sigur í toppbaráttunni. Varnarlína Víkinga á einnig hrós skilið en Halldór Smári Sigurðsson bjargaði á línu og Kári Árnason stóð fyrir sínu þegar þess þurfti. Varamaðurinn Kristinn Jónsson Kristinn Jónsson hefur verið byrjunarliðsmaður í liði KR undanfarin misseri. Hann var á bekknum gegn Leikni Reykjavík þar sem hann hefur verið veikur og var ekki klár í að spila heilan leik. Svo virðist sem það hlutverk henti Kristni ágætlega en hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk KR í 2-1 sigri á Leikni Reykjavík. Það sem meira er, bæði mörkin skoraði hann með hægri fæti. Last Valsmenn að falla á prófinu Ekki beint last en Íslandsmeistarar Vals vissu að þeir yrðu að vinna Stjörnuna til að eiga góða möguleika á að vinna titilinn annað árið í röð. Það tókst þeim ekki og það að fá á sig mark eftir hornspyrnu þegar skammt er til leiksloka er ekki boðlegt fyrir lið sem er að reyna vinna Íslandsmeistaratitilinn. Marley Blair Þá deila um hversu harkalega Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, slengdi hendinni í Ásgeir Börk Ásgeirsson, leikmann HK. Staðreyndin er hins vegar sú að Blair slengdi hendinni í áttina að Ásgeiri og þar við situr. Rautt spjald niðurstaðan og Keflavík var manni færri í 70 mínútur. Liðið var næstum búið að hanga á stiginu en allt kom fyrir ekki. Reynsluboltar Fylkis Ólafur Kristófer Helgason hefur vissulega átt betri daga í marki Fylkis en þegar liðið tapaði 0-7 fyrir Blikum. Að henda ungum og óreyndum markverði undir rútuna er hins vegar ekki í boði. Varnarleikur liðsins var bókstaflega enginn og þarf þurfa reynslumeiri leikmenn liðsins að líta í eigin barm. Fylkisliðið er með reynslumikla vörn sem á einfaldlega að gera betur. Burt séð frá því hvort Ólafur Kristófer hafi átt að gera betur í tveimur eða þremur mörkum Blika í leiknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH – Víkingur 1-2| Víkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli.Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2. 29. ágúst 2021 20:02 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA – ÍA 3-0 | Lánlausir Skagamenn steinlágu á Akureyri Fall blasir við Skagamönnum eftir slæmt tap á Akureyri í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 29. ágúst 2021 19:34 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Umjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 1-2 | Valsarar misstigu sig í toppbaráttunni Íslandsmeistarar Vals töðuðu 2-1 á móti Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Garðabæ eru nú ansi nálægt því að tryggja sæti sitt í efstu deild, en tapið gæti orðið dýrkeypt fyrir Valsara í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 28. ágúst 2021 21:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Nokkuð var um óvænt úrslit. Ber þar helst að nefna 2-1 útisigur Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Vals, 7-0 sigur Breiðabliks í Árbænum og seiglusigur HK í Kórnum. Lof Einar Karl Ingvarsson Miðjumaðurinn fær hrós fyrir að segja Hilmar Árni Halldórssyni að hlaupa yfir boltann er þeir stilltu boltanum upp í aukaspyrnu gegn Íslandsmeisturunum og fyrrum liðsfélögum Einars. Hann þrumaði knettinum svo í netið og lagði grunn að góðum sigri Stjörnunnar. Sóknarleikur Breiðabliks Hvernig er hægt að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga þegar lið skorar sjö mörk? Allir leikmenn liðsins voru frábærir og ljóst að pressan er ekki enn farin að segja til sín í toppbaráttunni. Sérstakt hrós fær Höskuldur Gunnlaugsson fyrir glæsimark sitt en hann þakkaði Guðmundi Benediktssyni, fyrrum þjálfara sínum, fyrir markið. Ingvar Jónsson Eftir að hafa setið á varamannabekknum framan af sumri er Ingvar Jónsson kominn aftur í mark Víkinga og hann var hreint út sagt stórkostlegur í 2-1 sigrinum á FH. Hann bjargaði gestunum nokkuð oft og tryggði þennan gríðarlega mikilvæga sigur í toppbaráttunni. Varnarlína Víkinga á einnig hrós skilið en Halldór Smári Sigurðsson bjargaði á línu og Kári Árnason stóð fyrir sínu þegar þess þurfti. Varamaðurinn Kristinn Jónsson Kristinn Jónsson hefur verið byrjunarliðsmaður í liði KR undanfarin misseri. Hann var á bekknum gegn Leikni Reykjavík þar sem hann hefur verið veikur og var ekki klár í að spila heilan leik. Svo virðist sem það hlutverk henti Kristni ágætlega en hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk KR í 2-1 sigri á Leikni Reykjavík. Það sem meira er, bæði mörkin skoraði hann með hægri fæti. Last Valsmenn að falla á prófinu Ekki beint last en Íslandsmeistarar Vals vissu að þeir yrðu að vinna Stjörnuna til að eiga góða möguleika á að vinna titilinn annað árið í röð. Það tókst þeim ekki og það að fá á sig mark eftir hornspyrnu þegar skammt er til leiksloka er ekki boðlegt fyrir lið sem er að reyna vinna Íslandsmeistaratitilinn. Marley Blair Þá deila um hversu harkalega Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, slengdi hendinni í Ásgeir Börk Ásgeirsson, leikmann HK. Staðreyndin er hins vegar sú að Blair slengdi hendinni í áttina að Ásgeiri og þar við situr. Rautt spjald niðurstaðan og Keflavík var manni færri í 70 mínútur. Liðið var næstum búið að hanga á stiginu en allt kom fyrir ekki. Reynsluboltar Fylkis Ólafur Kristófer Helgason hefur vissulega átt betri daga í marki Fylkis en þegar liðið tapaði 0-7 fyrir Blikum. Að henda ungum og óreyndum markverði undir rútuna er hins vegar ekki í boði. Varnarleikur liðsins var bókstaflega enginn og þarf þurfa reynslumeiri leikmenn liðsins að líta í eigin barm. Fylkisliðið er með reynslumikla vörn sem á einfaldlega að gera betur. Burt séð frá því hvort Ólafur Kristófer hafi átt að gera betur í tveimur eða þremur mörkum Blika í leiknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH – Víkingur 1-2| Víkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli.Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2. 29. ágúst 2021 20:02 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA – ÍA 3-0 | Lánlausir Skagamenn steinlágu á Akureyri Fall blasir við Skagamönnum eftir slæmt tap á Akureyri í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 29. ágúst 2021 19:34 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Umjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 1-2 | Valsarar misstigu sig í toppbaráttunni Íslandsmeistarar Vals töðuðu 2-1 á móti Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Garðabæ eru nú ansi nálægt því að tryggja sæti sitt í efstu deild, en tapið gæti orðið dýrkeypt fyrir Valsara í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 28. ágúst 2021 21:10 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Umfjöllun: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 21:22
Umfjöllun og viðtöl: FH – Víkingur 1-2| Víkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli.Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2. 29. ágúst 2021 20:02
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: KA – ÍA 3-0 | Lánlausir Skagamenn steinlágu á Akureyri Fall blasir við Skagamönnum eftir slæmt tap á Akureyri í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 29. ágúst 2021 19:34
Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03
Umjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 1-2 | Valsarar misstigu sig í toppbaráttunni Íslandsmeistarar Vals töðuðu 2-1 á móti Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Garðabæ eru nú ansi nálægt því að tryggja sæti sitt í efstu deild, en tapið gæti orðið dýrkeypt fyrir Valsara í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 28. ágúst 2021 21:10
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti