Útkallið barst um tvö leytið í dag og mættu björgunarsveitir á svæðið ásamt sjúkraflutningsmönnum.
Hinn slasaði var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan mannsins.