Innlent

Landhelgisgæslan sótti slasaðan vélhjólamann

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Landhelgisgæslan kom slösuðum manni í Árnessýslu til bjargar fyrr í dag.
Landhelgisgæslan kom slösuðum manni í Árnessýslu til bjargar fyrr í dag.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Árnessýslu í dag vegna slyss sem varð á Gjábakkavegi nálægt Þingvöllum. Slysið varð á karlmanni sem hafði ekið um á vélhjóli.

RÚV greindi fyrst frá.

Útkallið barst um tvö leytið í dag og mættu björgunarsveitir á svæðið ásamt sjúkraflutningsmönnum.

Hinn slasaði var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×