Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Leikskólabörn á Hvolsvelli sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna. Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira