Meðallaun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000 Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Meiri sveiflur eru í launaþróun hér á landi en annars staðar sé þróunin mæld á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Vísir/vilhelm Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil. Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil.
Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira