Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 14:11 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27