Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 14:11 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27