Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 13:38 Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um fjölda kynja. Vísir/Vilhelm Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins. Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins.
Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira