Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:02 Jarðefnafyrirtæki hampa nú svonefndu bláu vetni sem er framleitt úr jarðgasi. Ný rannsókn bendir til þess að meiri losun gróðurhúsalofttegunda hljótist af bláu vetni en af því að brenna gasinu beint. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti. Vetni er algengasta frumefnið í alheiminum og lengi hefur verið litið til þess sem umhverfisvæns orkugjafa enda losna hvorki gróðurhúsalofttegundir né svifrik þegar það er brennt. Ein aðferð við að framleiða vetni er að vinna það úr jarðgasi. Metan í jarðgasinu er brotið niður í vetni og kolmónoxíð við mikinn hita og þrýsting. Sú vinnsla losar þó umtalsvert magn af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi og því þarf að fanga og binda hann til að draga úr kolefnisfótspori vetnisins. Gasvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hampað vetni sem er unnið með þessum hætti og er nefnt „blátt vetni“. Verkfræðingar íslensku verkfræðistofunnar Eflu hafa meðal annars lýst bláu vetni sem mögulegu milliskrefi þar til hægt verður að framleiða vetni á umhverfisvænni hátt. Á Íslandi eru hugmyndir um að framleiða og flytja úr landi allt frá 200 til 500 megavött af orku í formi vetnis á næstu árum. Það vetni yrði framleitt með annarri aðferð, svonefndri rafgreiningu á vatni. Það krefst mikillar orku að kljúfa vatn í vetni og súrefni en sú orka er framleidd með endurnýjanlegum hætti hér á landi. Vetni sem er framleitt með rafgreiningu og endurnýjanlegri orku er kallað „grænt vetni“. Nær ekki einu sinni að vera með lágt kolefnisfótspor Ný rannsókn á kolefnisfótspori blás vetnis í Bandaríkjunum bendir nú til þess að það sé mun meira mengandi en talið hefur verið fram að þessu, að sögn New York Times. Þegar litið er til virðiskeðju vetnisins í heild er losunin sem hlýst af því meiri en af því að brenna jarðgasi, jafnvel þegar kolefni er bundið við framleiðsluna. „Að kalla þetta kolefnislaust eldsneyti er alrangt. Við komust að því að það er ekki einu sinni lágkolefniseldsneyti heldur,“ segir Robert W. Howarth, lífefnafræðingur við Cornell-háskóla sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Energy Science & Engineering Journal fyrr í þessum mánuði. Howarth og félagar tóku meðal annars tillit til koltvísýringsins sem verður til við vinnslu á bláu vetni og metangass sem lekur út í andrúmsloftið frá gaslindum. Einnig reiknuðu þeir með kolefnislosun sem hlýst af tækjabúnaðinum sem þarf til að fanga og binda kolefnið sem fellur til við vetnisframleiðsluna. Niðurstaðan er að kolefnisfótspor blás vetnis er meira en 20% meira en húshitunar með gasi eða kolum. Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, segir nýju rannsóknina færa fram frekari rök fyrir því að vinnsla á vetni úr jarðgasi valdi frekara tjóni á loftslagi jarðar. Hann var aðalhöfundur skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári þar sem fram kom að enn brýnna væri að draga hratt úr losun metans til að draga úr hnattrænni hlýnun en áður var talið. Hann telur rannsóknina sýna að hugmyndir um að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti með einhvers konar meðfylgjandi loftslagslausn geri hvorki ráð fyrir heildarlosuninni sem af því hlýst né raunhæfu mati á kostnaðinum. Engin losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af því að brenna vetni sem eldsneyti fyrir bíla. Það fer aftur á móti eftir því hvernig vetnið er framleitt hversu hreinn orkugjafi það er í raun og veru.Vísir/EPA Líta til vetnis sem framtíðarorkugjafa Bresk stjórnvöld eru á meðal þeirra sem sjá mikla möguleika í vetni sem orkugjafa. Þau stefna á að vetni geti tekið alfarið við af jarðefnaeldsneyti fyrir húshitun og eldun á allt að þremu milljónum heimila fyrir árið 2030. Vetni gæti uppfyllt all að 20-35% af heildarorkunotkun Bretlands fyrir miðja öldina. Gert er ráð fyrir að til þess yrði bæði notað grænt og blátt vetni. The Guardian segir að bresk stjórnvöld ætli að leggja fram losunarstaðla fyrir blátt vetni til að tryggja að framleiðsla á því losi lítið magn af gróðurhúsalofttegundum. Í Bandaríkjunum er nú gert ráð fyrir allt að átta milljörðum dollara í vetnisframleiðslu. Umhverfisverndarsamtök þar í landi hafa gagnrýnt þær hugmyndir og lýst þeim sem niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins. Sérfræðingar telja engu að síður að vetni, sem framleitt er á vistvænan hátt, geti nýst til að geyma orku og að knýja flugvélar og stærri flutningabíla sem erfitt verður að rafvæða til skemmri tíma litið. Orkumál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. 15. júní 2021 11:57 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Vetni er algengasta frumefnið í alheiminum og lengi hefur verið litið til þess sem umhverfisvæns orkugjafa enda losna hvorki gróðurhúsalofttegundir né svifrik þegar það er brennt. Ein aðferð við að framleiða vetni er að vinna það úr jarðgasi. Metan í jarðgasinu er brotið niður í vetni og kolmónoxíð við mikinn hita og þrýsting. Sú vinnsla losar þó umtalsvert magn af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi og því þarf að fanga og binda hann til að draga úr kolefnisfótspori vetnisins. Gasvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hampað vetni sem er unnið með þessum hætti og er nefnt „blátt vetni“. Verkfræðingar íslensku verkfræðistofunnar Eflu hafa meðal annars lýst bláu vetni sem mögulegu milliskrefi þar til hægt verður að framleiða vetni á umhverfisvænni hátt. Á Íslandi eru hugmyndir um að framleiða og flytja úr landi allt frá 200 til 500 megavött af orku í formi vetnis á næstu árum. Það vetni yrði framleitt með annarri aðferð, svonefndri rafgreiningu á vatni. Það krefst mikillar orku að kljúfa vatn í vetni og súrefni en sú orka er framleidd með endurnýjanlegum hætti hér á landi. Vetni sem er framleitt með rafgreiningu og endurnýjanlegri orku er kallað „grænt vetni“. Nær ekki einu sinni að vera með lágt kolefnisfótspor Ný rannsókn á kolefnisfótspori blás vetnis í Bandaríkjunum bendir nú til þess að það sé mun meira mengandi en talið hefur verið fram að þessu, að sögn New York Times. Þegar litið er til virðiskeðju vetnisins í heild er losunin sem hlýst af því meiri en af því að brenna jarðgasi, jafnvel þegar kolefni er bundið við framleiðsluna. „Að kalla þetta kolefnislaust eldsneyti er alrangt. Við komust að því að það er ekki einu sinni lágkolefniseldsneyti heldur,“ segir Robert W. Howarth, lífefnafræðingur við Cornell-háskóla sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Energy Science & Engineering Journal fyrr í þessum mánuði. Howarth og félagar tóku meðal annars tillit til koltvísýringsins sem verður til við vinnslu á bláu vetni og metangass sem lekur út í andrúmsloftið frá gaslindum. Einnig reiknuðu þeir með kolefnislosun sem hlýst af tækjabúnaðinum sem þarf til að fanga og binda kolefnið sem fellur til við vetnisframleiðsluna. Niðurstaðan er að kolefnisfótspor blás vetnis er meira en 20% meira en húshitunar með gasi eða kolum. Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, segir nýju rannsóknina færa fram frekari rök fyrir því að vinnsla á vetni úr jarðgasi valdi frekara tjóni á loftslagi jarðar. Hann var aðalhöfundur skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári þar sem fram kom að enn brýnna væri að draga hratt úr losun metans til að draga úr hnattrænni hlýnun en áður var talið. Hann telur rannsóknina sýna að hugmyndir um að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti með einhvers konar meðfylgjandi loftslagslausn geri hvorki ráð fyrir heildarlosuninni sem af því hlýst né raunhæfu mati á kostnaðinum. Engin losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af því að brenna vetni sem eldsneyti fyrir bíla. Það fer aftur á móti eftir því hvernig vetnið er framleitt hversu hreinn orkugjafi það er í raun og veru.Vísir/EPA Líta til vetnis sem framtíðarorkugjafa Bresk stjórnvöld eru á meðal þeirra sem sjá mikla möguleika í vetni sem orkugjafa. Þau stefna á að vetni geti tekið alfarið við af jarðefnaeldsneyti fyrir húshitun og eldun á allt að þremu milljónum heimila fyrir árið 2030. Vetni gæti uppfyllt all að 20-35% af heildarorkunotkun Bretlands fyrir miðja öldina. Gert er ráð fyrir að til þess yrði bæði notað grænt og blátt vetni. The Guardian segir að bresk stjórnvöld ætli að leggja fram losunarstaðla fyrir blátt vetni til að tryggja að framleiðsla á því losi lítið magn af gróðurhúsalofttegundum. Í Bandaríkjunum er nú gert ráð fyrir allt að átta milljörðum dollara í vetnisframleiðslu. Umhverfisverndarsamtök þar í landi hafa gagnrýnt þær hugmyndir og lýst þeim sem niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins. Sérfræðingar telja engu að síður að vetni, sem framleitt er á vistvænan hátt, geti nýst til að geyma orku og að knýja flugvélar og stærri flutningabíla sem erfitt verður að rafvæða til skemmri tíma litið.
Orkumál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. 15. júní 2021 11:57 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. 15. júní 2021 11:57
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44