Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:40 Biden hyggst ekki fresta brottför Bandaríkjamanna frá Afganistan. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. Þetta tilkynnti Biden á blaðamannafundi fyrir stuttu. Undanfarna viku hefur umfangsmikið verkefni staðið yfir hjá Bandaríkjaher að koma öllum bandarískum ríkisborgurum og starfsmönnum hersins úr landinu, frá því að Talibanar tóku þar völd. Fréttastofa AP greinir frá. Biden hefur verið beittur miklum þrýstingi af Bretum, Frökkum og Þjóðverjum um að seinka brottför en Talibanar hafa varað við því að verði dvölin framlengd verði afleiðingarnar miklar. Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn spýtt í fólksflutninginn frá Afganistan eftir því sem staðan þar hefur orðið verri. Fregnir hafa borist af því að Talibanar skjóti á almenning og þúsundir sem hræðast refsingar Talibana reyna að flýja landið. Nú síðast tilkynntu Talibanar að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Þá biðlaði talsmaður Talibana til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. 24. ágúst 2021 13:55 Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. 24. ágúst 2021 13:18 Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu. 24. ágúst 2021 06:37 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þetta tilkynnti Biden á blaðamannafundi fyrir stuttu. Undanfarna viku hefur umfangsmikið verkefni staðið yfir hjá Bandaríkjaher að koma öllum bandarískum ríkisborgurum og starfsmönnum hersins úr landinu, frá því að Talibanar tóku þar völd. Fréttastofa AP greinir frá. Biden hefur verið beittur miklum þrýstingi af Bretum, Frökkum og Þjóðverjum um að seinka brottför en Talibanar hafa varað við því að verði dvölin framlengd verði afleiðingarnar miklar. Undanfarna daga hafa Bandaríkjamenn spýtt í fólksflutninginn frá Afganistan eftir því sem staðan þar hefur orðið verri. Fregnir hafa borist af því að Talibanar skjóti á almenning og þúsundir sem hræðast refsingar Talibana reyna að flýja landið. Nú síðast tilkynntu Talibanar að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Þá biðlaði talsmaður Talibana til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. 24. ágúst 2021 13:55 Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. 24. ágúst 2021 13:18 Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu. 24. ágúst 2021 06:37 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. 24. ágúst 2021 13:55
Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. 24. ágúst 2021 13:18
Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu. 24. ágúst 2021 06:37