Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Inga Sæland segir að sambúð flokksins og kirkjunnar hafi verið afar góð. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira