Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. ágúst 2021 22:26 Kötturinn Birta sem búsett er á Höfn í Hornafirði er afar öflugur plokkari og hefur meðal annars hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum fyrir störf sín. Stöð 2 Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins. Hún fyllir um tvo ruslapoka í hverjum mánuði og hefur hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum. Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“ Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“
Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira