Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 20:20 Lögregla er með málið til rannsóknar. Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni. Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira