Ungir umhverfissinnar loka orkumálaráðuneyti Noregs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 15:30 Umhverfissinnar sitja fyrir inngangi orkumálaráðuneytis Noregs í Osló. EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Um 150 umhverfissinnar lokuðu fyrir aðgengi að orkumálaráðuneyti Noregs í dag. Hátt í tuttugu þeirra gripu til þess ráðs að fara inn í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla og hafa þeir ekki farið þaðan út í dag. Aðgerðasinnarnir eru í hópnum Extinction Rebellion, sem á upptök sín í Bretlandi en hefur breytt úr sér um Evrópu. Mótmælahreyfingin er talin nokkuð róttæk en í Bretlandi hefur hún meðal annars staðið fyrir því að loka vegum, og heilum hverfum með mótmælum. Fréttastofa Reuters greinir frá. Aðgerðasinnar mótmæla í anddyri ráðuneytisins.EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Norsku aðgerðasinnarnir mótmæla olíuiðnaði lands síns en nú stendur yfir tíu daga mótmælaaðgerð Extinction Rebellion í Noregi. Noregur er stærsti olíu- og náttúrugasframleiðandi Vestur-Evrópu en um fjórar milljónir olíutunna eru framleiddar í Noregi á hverjum degi. 21. til 29. august har Extinction Rebellion Norge (XRN) varslet aksjoner i Oslo politidistrikt på ulike steder. Dette kan påvirke trafikk, kollektivtransport og objekter av miljøinteresse. XRN har ikke utgjort noen fysisk trussel mot politiet eller andre ved tidligere aksjoner.— Oslo politidistrikt (@politietoslo) August 20, 2021 „Í fjóra áratugi höfum við skrifað bréf, við höfum haldið uppi samtali, við höfum mótmælt. Við fáum að tala en það hlustar enginn á okkur,“ sagði Hanna Kristina Jakobsen, 22 ára aðgerðasinni, við mótmælendur. „Þess vegna grípum við til friðsællar borgaralegrar óhlýðni. Við erum örvæntingarfull.“ Totalt 29 personer er pågrepet i Majorstukrysset. Trafikken flyter tilnærmet som normalt igjen på Ring 2 Majorstua.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) August 23, 2021 Mótmælt er víða um Osló í dag en annars staðar í borginni voru 29 mótmælendur handteknir að sögn norsku lögreglunnar. Mótmælendurnir stöðvuðu umferð á einni helstu umferðaræð Oslóarborgar og neituðu að hlýða lögreglumönnum. Tina Bru orkumálaráðherra Noregs sagði í yfirlýsingu í dag að hún hefði áhyggjur af loftslagsbreytingum en að mótmælendur beittu nú ólýðræðislegum aðferðum sem myndu ekki leiða til neins. Noregur Loftslagsmál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Aðgerðasinnarnir eru í hópnum Extinction Rebellion, sem á upptök sín í Bretlandi en hefur breytt úr sér um Evrópu. Mótmælahreyfingin er talin nokkuð róttæk en í Bretlandi hefur hún meðal annars staðið fyrir því að loka vegum, og heilum hverfum með mótmælum. Fréttastofa Reuters greinir frá. Aðgerðasinnar mótmæla í anddyri ráðuneytisins.EPA-EFE/OLE BERG-RUSTEN Norsku aðgerðasinnarnir mótmæla olíuiðnaði lands síns en nú stendur yfir tíu daga mótmælaaðgerð Extinction Rebellion í Noregi. Noregur er stærsti olíu- og náttúrugasframleiðandi Vestur-Evrópu en um fjórar milljónir olíutunna eru framleiddar í Noregi á hverjum degi. 21. til 29. august har Extinction Rebellion Norge (XRN) varslet aksjoner i Oslo politidistrikt på ulike steder. Dette kan påvirke trafikk, kollektivtransport og objekter av miljøinteresse. XRN har ikke utgjort noen fysisk trussel mot politiet eller andre ved tidligere aksjoner.— Oslo politidistrikt (@politietoslo) August 20, 2021 „Í fjóra áratugi höfum við skrifað bréf, við höfum haldið uppi samtali, við höfum mótmælt. Við fáum að tala en það hlustar enginn á okkur,“ sagði Hanna Kristina Jakobsen, 22 ára aðgerðasinni, við mótmælendur. „Þess vegna grípum við til friðsællar borgaralegrar óhlýðni. Við erum örvæntingarfull.“ Totalt 29 personer er pågrepet i Majorstukrysset. Trafikken flyter tilnærmet som normalt igjen på Ring 2 Majorstua.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) August 23, 2021 Mótmælt er víða um Osló í dag en annars staðar í borginni voru 29 mótmælendur handteknir að sögn norsku lögreglunnar. Mótmælendurnir stöðvuðu umferð á einni helstu umferðaræð Oslóarborgar og neituðu að hlýða lögreglumönnum. Tina Bru orkumálaráðherra Noregs sagði í yfirlýsingu í dag að hún hefði áhyggjur af loftslagsbreytingum en að mótmælendur beittu nú ólýðræðislegum aðferðum sem myndu ekki leiða til neins.
Noregur Loftslagsmál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira