Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 20:00 Hátt í tíu sjoppur hafa risið í kofum í Úlfarsárdal. stöð2 Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára. Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára.
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira