Jóhanna tekur við Banönum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2021 16:46 Jóhanna segist full tilhlökkunar vegna nýja starfsins. Aðsend Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni. Í tilkynningu frá Högum segir að Jóhanna hafi víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf. sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Áður vann hún hjá Distica, Bláa Lóninu og Össuri. Jóhanna er með B.Sc. gráðu frá Tækniháskóla Íslands og hefur lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna mun hefja störf á næstu vikum. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir sérlega ánægjulegt og feng fyrir Banana og Haga að fá Jóhönnu til liðs við sterkan hóp. „Jóhanna býr að víðtækri reynslu á sviðum sem skipta sköpum í okkar rekstri, sérstaklega tengt stjórnun aðfangakeðju, gæðamálum og uppbyggingu framúrskarandi þjónustuframboðs. Þá hefur Jóhanna mikla reynslu í bættri nýtingu í aðfangastýringu með tæknilausnum og mun sú reynsla nýtast félaginu vel í komandi verkefnum. Eftirspurn eftir ferskvöru á borð við grænmeti og ávexti hefur aukist verulega undanfarin ár og svo verður áfram. Við sjáum mikil tækifæri í að efla enn frekar þjónustuframboð Banana en með því höldum við áfram að uppfylla þarfir viðskiptavina, sem og að stuðla að sjálfbærni og betri lýðheilsu. Við bjóðum Jóhönnu sérstaklega velkomna í teymið." Jóhanna segist full tilhlökkunar. „Bananar eru glæsilegt fyrirtæki sem með sérlega góðu framboði af ávöxtum og grænmeti af bestu gæðum gegnir mikilvægu hlutverki í lýðheilsu landsmanna. Áhugi neytenda og almenn neysla á grænmeti og ávöxtum hefur verið að aukast undanfarin ár og mun sú þróun að öllum líkindum halda áfram. Ég er því afar spennt fyrir verkefninu og þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að leiða fyrirtækið inn í framtíðina, en byggja um leið á þeim trausta grunni sem til staðar er. Ég hlakka mikið til þess að hefja störf á næstu vikum." Bananar ehf. eru stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjóna stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum og mötuneytum. Bananar eru dótturfélaga Haga hf. Vistaskipti Verslun Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Í tilkynningu frá Högum segir að Jóhanna hafi víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf. sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Áður vann hún hjá Distica, Bláa Lóninu og Össuri. Jóhanna er með B.Sc. gráðu frá Tækniháskóla Íslands og hefur lokið MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna mun hefja störf á næstu vikum. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir sérlega ánægjulegt og feng fyrir Banana og Haga að fá Jóhönnu til liðs við sterkan hóp. „Jóhanna býr að víðtækri reynslu á sviðum sem skipta sköpum í okkar rekstri, sérstaklega tengt stjórnun aðfangakeðju, gæðamálum og uppbyggingu framúrskarandi þjónustuframboðs. Þá hefur Jóhanna mikla reynslu í bættri nýtingu í aðfangastýringu með tæknilausnum og mun sú reynsla nýtast félaginu vel í komandi verkefnum. Eftirspurn eftir ferskvöru á borð við grænmeti og ávexti hefur aukist verulega undanfarin ár og svo verður áfram. Við sjáum mikil tækifæri í að efla enn frekar þjónustuframboð Banana en með því höldum við áfram að uppfylla þarfir viðskiptavina, sem og að stuðla að sjálfbærni og betri lýðheilsu. Við bjóðum Jóhönnu sérstaklega velkomna í teymið." Jóhanna segist full tilhlökkunar. „Bananar eru glæsilegt fyrirtæki sem með sérlega góðu framboði af ávöxtum og grænmeti af bestu gæðum gegnir mikilvægu hlutverki í lýðheilsu landsmanna. Áhugi neytenda og almenn neysla á grænmeti og ávöxtum hefur verið að aukast undanfarin ár og mun sú þróun að öllum líkindum halda áfram. Ég er því afar spennt fyrir verkefninu og þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt til þess að leiða fyrirtækið inn í framtíðina, en byggja um leið á þeim trausta grunni sem til staðar er. Ég hlakka mikið til þess að hefja störf á næstu vikum." Bananar ehf. eru stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjóna stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum og mötuneytum. Bananar eru dótturfélaga Haga hf.
Vistaskipti Verslun Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira