Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa ekki komið sér saman um sameiginlega smágreiðslulausn. Vísir Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. Háværar kröfur eru uppi innan stjórnkerfisins um að slíku smágreiðslukerfi verði komið upp á Íslandi eftir að erlendir aðilar festu kaup á íslenskum greiðslumiðlunarfyrirtækjum og vinnsla debetkortafærslna færðist úr landi. Varaseðlabankastjóri bindur vonir við að viðskiptabankarnir láti sig málið varða nú þegar það er talið varða þjóðaröryggi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að staða greiðsluinnviða hafi verið rædd fjórum sinnum á fundi þjóðaröryggisráðs. Vöktu athygli þjóðaröryggisráðs á málinu árið 2019 Þrjú helstu greiðslumiðlunarfyrirtæki landsins hafa verið seld úr landi á seinustu tveimur árum. Borgun var seld til brasilíska fyrirtækisins SaltPay, og Valitor og Korta til ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Salan á Valitor er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seðlabankinn vakti máls á því árið 2019 að erfiðara yrði að tryggja virkni greiðslukorta ef til kæmi fjárhagslegt áfall á borð við það sem skall á árið 2008. Vakti bankinn þá athygli þjóðaröryggisráðs á því að innviðir debet- og kreditkorta væru nær alveg búnir að færast til erlendra aðila. Lengst af voru debetkort á séríslensku kerfi, ólíkt kreditkortum, en þetta breyttist þegar debetkortafærslur færðust í auknum mæli yfir í kerfi Visa og Mastercard. Greiðslumiðlunarfyrirtæki sjá meðal annars um að þjónusta kortaposa og tengja verslanir við kerfi Visa og Mastercard. Höfðu áhyggjur í hruninu Áhyggjur Seðlabankans má meðal annars rekja til þess að erlendu kortafyrirtækin fjarlægðu íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kjölfar bankahrunsins. Seðlabankinn brást við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna. Engin hætta var á því að fyrirtækin gætu hamlað notkun debetkorta þar sem vinnsla slíkra færslna fór fram í íslenskum kerfum. Það hefur nú að mestu breyst. „Þar sem þessi kerfi eru í erlendri eigu þá eru áhyggjur af því að ef Visa eða Mastercard gætu ekki eða vildu ekki sinna viðskiptum á Íslandi þá gæti það leitt til óþæginda fyrir innlenda greiðslumiðlun í einhverja daga eða vikur,“ segir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Því sé verið að skoða hvort hægt sé að setja lausn ofan á millibankakerfi Seðlabankans svo mögulegt sé að nota app í símanum eða aðra leið til að greiða fyrirtækjum beint af bankareikningi einstaklinga. Seðlabankinn greindi þjóðaröryggisráði fyrst frá stöðunni haustið 2019.Stöð 2/Sigurjón Veðjuðu á rangan hest Þegar Seðlabankinn greindi þjóðaröryggisráði frá áhyggjum sínum haustið 2019 voru bundnar vonir við að væntanleg greiðslulausn Reiknistofu bankanna (RB) gæti reynst mikilvæg varaleið í næsta áfalli. Um svipað leyti voru stjórnendur RB hins vegar að setja þróun lausnarinnar á ís. Tveimur árum og sölu á þremur greiðslumiðlunarfyrirtækjum síðar hefur lítið gerst og Seðlabankinn virðist vera á byrjunarreit. Enn liggur ekki fyrir hvaða leið verður farin þegar þróa skal innlenda smágreiðslulausn. Dregist aftur úr Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, segir að Ísland hafi dregist aftur úr og að samstöðu hafi skort í þessum efnum. Á Íslandi er öll þessi smágreiðslumiðlun fyrst og fremst í gegnum greiðslukortin en víða erlendis, til dæmis í Skandinavíu, eru þau lengra komin með öpp sem þú getur nýtt til að taka beint af reikningi og greiða í verslunum. Þar vísar Ragnhildur til smáforrita á borð við MobilePay, Vipps og Swish sem hafa verið þróuð af norrænum bönkum og náð mikilli útbreiðslu í heimalöndunum. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.Reiknistofa bankanna Reiknistofa bankanna keypti slíka tæknilausn af danska fyrirtækinu Swipp árið 2017. Þjónustan, sem fékk nafnið Kvitt, átti að gera fólki kleift að greiða með símanum beint af bankareikningi og geta komið í staðinn fyrir kredit- og debetkort. Til samanburðar fara allar snertilausar greiðslur sem framkvæmdar eru með símum á Íslandi nú í gegnum kerfi erlendu kortafyrirtækjanna. Átti að vera til haustið 2019 Friðrik Þór Snorrason, þáverandi forstjóri RB, var brattur þegar greint var frá fyrirætlununum í júní 2017 og átti von á því að Kvitt yrði tekið í notkun eftir einungis örfáa mánuði. „Það tók eingöngu tvo daga að tengja lausnina við innlánakerfi RB þannig að hægt væri að framkvæma farsímagreiðslur beint af innlánsreikningi. Í sumar hefjast prófanir á greiðslum á posa í verslunum. Við stefnum að því að lausnin verði tekin í notkun í haust,“ sagði Friðrik en rúmum fjórum árum síðar hefur Kvitt ekki enn litið dagsins ljós. Höfuðstöðvar Reiknistofu bankanna eru til húsa á Höfðatorgi.Vísir/Vilhelm Ragnhildur telur að það hafi hamlað RB að á svipuðum tíma og Kvitt var kynnt til sögunnar voru íslensku bankarnir farnir að huga að innleiðingu erlendra greiðslulausna á borð við Apple Pay og Google Pay. Það var bara einhvern veginn ekki grundvöllur hjá bönkunum á þeim tíma til að nýta okkar lausn þannig að það hefur ekki verið nein þróun á henni síðustu ár. Takmarkaður áhugi hafi verið hjá bönkunum á því að innleiða Kvitt og ekki samstaða um að það væri hlutverk RB að þróa slíka þjónustu. Þá spili inn í að kostnaðarsamara sé að innleiða nýja þjónustu en tilbúna lausn frá erlendum tæknirisum. Ætla ekki að koma að þróuninni með sama hætti RB rekur meðal annars mikilvæg tölvukerfi fyrir fjármálafyrirtæki og Seðlabankann. Ragnhildur segir að sú stefnubreyting hafi átt sér stað hjá félaginu að það hyggist nú eingöngu þjónusta fjármálafyrirtæki. Það sé nú í höndum annarra að þróa sambærilegt greiðsluapp. „Við munum taka þátt í einhverjum tæknilegum útfærslum en við erum ekki að fara vera með framendalausn í okkar nafni. Við munum ekki að bjóða upp á lausnir sem eru nýttar beint af neytendum heldur af bönkunum og það er þá bankanna að sjá um framendalausnirnar.“ Kvitt byggði á lausn danska fyrirtækisins Swipp sem RB keypti afnot af á sínum tíma. Ragnhildur segir um óverulega upphæð hafi verið að ræða en útlit sé fyrir að sú fjárfesting RB, sem er í eigu stærstu fjármálafyrirtækja landsins, sé nú tapað fé. Vonar að bankarnir svari kallinu í þetta sinn Gunnar varaseðlabankastjóri útilokar ekki að byggt verði á þeim grunni sem RB hefur lagt með þróun Kvitt. Nú sé unnið að því að meta þær lausnir sem eru í boði. Við erum að hitta alla aðila á markaði. Við höfum rætt Kvitt, sænska kerfið Swish, og Dankort og MobilePay í Danmörku. Það er í raun og veru allt í skoðun en við reiknum með að undir lok árs verðum við komin með einhverja hugmynd að því hvaða leið er heppilegust fyrir íslenska markaðinn. Gunnar getur að öðru leyti ekki sagt til um hvað það muni taka langan tíma að þróa og innleiða lausnina. Hann segir að heimsfaraldurinn hafi tafið þessa vinnu sem hafi aftur farið af stað af fullum krafti í vor. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.Seðlabanki Íslands Gunnar segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að viðskiptabankarnir verði þungir í taumi þegar kemur að innleiðingu smágreiðslukerfisins. „Ég efast ekki um að kerfislega mikilvægir bankar muni fara í þá vegferð með okkur í ljósi þjóðaröryggis og fjármálastöðugleika. Þegar Kvitt fór í loftið þá var þetta ekki komið á þann stað að það væri búið að ræða þetta á vettvangi þjóðaröryggisráðs.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að það sé markmið stjórnvalda að ekki verði ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu smágreiðslumiðlunar hér á landi. „Ég tel ekki að þetta þurfi að vera áhyggjuefni vegna þess að það verkefni er á mjög góðri leið undir forystu Seðlabankans sem hefur verið að undirbúa greiðslumiðlun sem er þá tiltæk sem varaleið.“ Seðlabankar reyni að nútímavæða seðla og mynt En verður ódýrara fyrir verslanir að nota þessa þjónustu en hefðbundin greiðslukort líkt og dæmi eru um í nágrannalöndunum? „Við horfum fyrst og fremst til öryggis og skilvirkni en ég held að það muni líka leiða til lægri kostnaðar,“ segir Gunnar. Hann bætir við að seðlabankar víða um heim séu að skoða hvernig þeir geti stigið inn í það tómarúm sem myndast þegar notkun á seðlum og mynt dregst saman. „Þetta er feikilega áhugavert verkefni. Við þurfum að huga að því hvernig við getum nútímavætt seðla og mynt og þetta er ein leiðin. Það er mikil gerjun í gangi og okkar meginmarkmið er að lækka kostnað af greiðslumiðlun í íslenska hagkerfinu sem er þá til hagsbóta fyrir alla.“ Vefsíða Kvitt hefur verið tekin niður. Skjáskot Dönsk útgáfa Kvitt varð undir í baráttunni Ragnhildur segir að RB vinni nú með Seðlabankanum að því að skoða aðra valkosti í smágreiðslumiðlun. Auðvitað er best að markaðurinn leysi þetta og í Skandinavíu komu kannski fram tvær eða þrár lausnir og svo enda menn með eina. Í því samhengi má nefna að danska félagið Swipp var komið í slitameðferð þegar greint var frá samstarfi þess við RB árið 2017. Swipp hafði þá lotið Í lægra haldi fyrir MobilePay sem er í dag vinsælasta greiðsluappið í Danmörku. Gætum verið mun lengra komin Ragnhildur telur mögulegt að áhyggjur bankanna af samkeppnishömlum hafi tafið tilkomu íslenskrar smágreiðslulausnar. Gunnar tekur undir þetta. Það má vel vera að menn hafi verið að passa sig um of til að vera réttum megin um línuna og þess vegna hafi ekki verið hægt að ná nægilega öflugu samtali um þetta. Seðlabankinn líti hins vegar svo á að grunnþættir greiðslumiðlunar falli utan samkeppnisreksturs, líkt og grunninnviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur. „Hér hefur þetta einhvern veginn ekki náðst og það skiptir máli að taka þátt í þessari þróun,“ segir Ragnhildur. Hún telur ekki ólíklegt að Íslendingar væru komnir lengra á þessu sviði ef samstaða hefði náðst um Kvitt eða aðra sameiginlega lausn. Arion banki segir óvíst hvort eftirspurnin sé fyrir hendi Í svari frá Arion banka segir að prófanir á Kvitt hafi leitt í ljós að að lausnin væri „ekki mjög notendavæn og ekki taldar líkur á að hún næði árangri á markaði umfram þær lausnir sem þegar voru til staðar.“ Að sögn bankans hafa sambærilegar smágreiðslulausnir ekki síst notið vinsælda erlendis fyrir þær sakir að þær voru hraðvirkari en margir aðrir kostir. Á Íslandi gerist millifærslur hins vegar í rauntíma. „Meðal annars þess vegna mátum við það sem svo á sínum tíma að ekki væri sama þörf hér á landi og á Norðurlöndunum á að taka upp smágreiðslulausnir.“ „Rétt er að hafa í huga að vinsældir farsímagreiðslulausna eins og Apple Pay hafa aukist mikið hér á landi enda mjög þægilegar í notkun. Því er óvíst hvort eftirspurnin eftir nýrri greiðsluleið sé til staðar,“ segir í svari bankans sem segist þó vera opinn fyrir samstarfi á þessu sviði. Í svari frá Íslandsbanka segir að þessi mál séu til skoðunar innan bankans. Lögðu meiri áherslu á Apple Pay Að sögn Landsbankans tók hann einnig þátt í prófunum á Kvitt en á sama tíma hafi verið unnið að innleiðingu snjallsímagreiðslna með Apple Pay og Landsbankinn Kort. Meiri áhersla hafi verið lögð á að innleiða þær lausnir fyrir íslenska neytendur. „Landsbankinn lagði áherslu á, og gerir enn, að ef þróuð verði smágreiðslulausn til notkunar hér á landi verði stefnt á eina sameiginlega lausn, líkt og hefur reynst vel á öðrum Norðurlöndum. Mikilvægt er að greiðslulausnir nái mikilli notkun á markaði,“ segir í skriflegu svari. Fulltrúar bankans segjast sem fyrr vera jákvæðir í garð samstarfs á þessu sviði og frekari skoðun á þeim möguleikum sem eru í boði. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá bönkunum. Greiðslumiðlun Seðlabankinn Verslun Íslenskir bankar Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Háværar kröfur eru uppi innan stjórnkerfisins um að slíku smágreiðslukerfi verði komið upp á Íslandi eftir að erlendir aðilar festu kaup á íslenskum greiðslumiðlunarfyrirtækjum og vinnsla debetkortafærslna færðist úr landi. Varaseðlabankastjóri bindur vonir við að viðskiptabankarnir láti sig málið varða nú þegar það er talið varða þjóðaröryggi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að staða greiðsluinnviða hafi verið rædd fjórum sinnum á fundi þjóðaröryggisráðs. Vöktu athygli þjóðaröryggisráðs á málinu árið 2019 Þrjú helstu greiðslumiðlunarfyrirtæki landsins hafa verið seld úr landi á seinustu tveimur árum. Borgun var seld til brasilíska fyrirtækisins SaltPay, og Valitor og Korta til ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Salan á Valitor er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seðlabankinn vakti máls á því árið 2019 að erfiðara yrði að tryggja virkni greiðslukorta ef til kæmi fjárhagslegt áfall á borð við það sem skall á árið 2008. Vakti bankinn þá athygli þjóðaröryggisráðs á því að innviðir debet- og kreditkorta væru nær alveg búnir að færast til erlendra aðila. Lengst af voru debetkort á séríslensku kerfi, ólíkt kreditkortum, en þetta breyttist þegar debetkortafærslur færðust í auknum mæli yfir í kerfi Visa og Mastercard. Greiðslumiðlunarfyrirtæki sjá meðal annars um að þjónusta kortaposa og tengja verslanir við kerfi Visa og Mastercard. Höfðu áhyggjur í hruninu Áhyggjur Seðlabankans má meðal annars rekja til þess að erlendu kortafyrirtækin fjarlægðu íslensku krónuna sem uppgjörsmynt í kjölfar bankahrunsins. Seðlabankinn brást við með því að setja nýjar reglur sem var ætlað að tryggja öryggi greiðslna. Engin hætta var á því að fyrirtækin gætu hamlað notkun debetkorta þar sem vinnsla slíkra færslna fór fram í íslenskum kerfum. Það hefur nú að mestu breyst. „Þar sem þessi kerfi eru í erlendri eigu þá eru áhyggjur af því að ef Visa eða Mastercard gætu ekki eða vildu ekki sinna viðskiptum á Íslandi þá gæti það leitt til óþæginda fyrir innlenda greiðslumiðlun í einhverja daga eða vikur,“ segir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Því sé verið að skoða hvort hægt sé að setja lausn ofan á millibankakerfi Seðlabankans svo mögulegt sé að nota app í símanum eða aðra leið til að greiða fyrirtækjum beint af bankareikningi einstaklinga. Seðlabankinn greindi þjóðaröryggisráði fyrst frá stöðunni haustið 2019.Stöð 2/Sigurjón Veðjuðu á rangan hest Þegar Seðlabankinn greindi þjóðaröryggisráði frá áhyggjum sínum haustið 2019 voru bundnar vonir við að væntanleg greiðslulausn Reiknistofu bankanna (RB) gæti reynst mikilvæg varaleið í næsta áfalli. Um svipað leyti voru stjórnendur RB hins vegar að setja þróun lausnarinnar á ís. Tveimur árum og sölu á þremur greiðslumiðlunarfyrirtækjum síðar hefur lítið gerst og Seðlabankinn virðist vera á byrjunarreit. Enn liggur ekki fyrir hvaða leið verður farin þegar þróa skal innlenda smágreiðslulausn. Dregist aftur úr Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, segir að Ísland hafi dregist aftur úr og að samstöðu hafi skort í þessum efnum. Á Íslandi er öll þessi smágreiðslumiðlun fyrst og fremst í gegnum greiðslukortin en víða erlendis, til dæmis í Skandinavíu, eru þau lengra komin með öpp sem þú getur nýtt til að taka beint af reikningi og greiða í verslunum. Þar vísar Ragnhildur til smáforrita á borð við MobilePay, Vipps og Swish sem hafa verið þróuð af norrænum bönkum og náð mikilli útbreiðslu í heimalöndunum. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.Reiknistofa bankanna Reiknistofa bankanna keypti slíka tæknilausn af danska fyrirtækinu Swipp árið 2017. Þjónustan, sem fékk nafnið Kvitt, átti að gera fólki kleift að greiða með símanum beint af bankareikningi og geta komið í staðinn fyrir kredit- og debetkort. Til samanburðar fara allar snertilausar greiðslur sem framkvæmdar eru með símum á Íslandi nú í gegnum kerfi erlendu kortafyrirtækjanna. Átti að vera til haustið 2019 Friðrik Þór Snorrason, þáverandi forstjóri RB, var brattur þegar greint var frá fyrirætlununum í júní 2017 og átti von á því að Kvitt yrði tekið í notkun eftir einungis örfáa mánuði. „Það tók eingöngu tvo daga að tengja lausnina við innlánakerfi RB þannig að hægt væri að framkvæma farsímagreiðslur beint af innlánsreikningi. Í sumar hefjast prófanir á greiðslum á posa í verslunum. Við stefnum að því að lausnin verði tekin í notkun í haust,“ sagði Friðrik en rúmum fjórum árum síðar hefur Kvitt ekki enn litið dagsins ljós. Höfuðstöðvar Reiknistofu bankanna eru til húsa á Höfðatorgi.Vísir/Vilhelm Ragnhildur telur að það hafi hamlað RB að á svipuðum tíma og Kvitt var kynnt til sögunnar voru íslensku bankarnir farnir að huga að innleiðingu erlendra greiðslulausna á borð við Apple Pay og Google Pay. Það var bara einhvern veginn ekki grundvöllur hjá bönkunum á þeim tíma til að nýta okkar lausn þannig að það hefur ekki verið nein þróun á henni síðustu ár. Takmarkaður áhugi hafi verið hjá bönkunum á því að innleiða Kvitt og ekki samstaða um að það væri hlutverk RB að þróa slíka þjónustu. Þá spili inn í að kostnaðarsamara sé að innleiða nýja þjónustu en tilbúna lausn frá erlendum tæknirisum. Ætla ekki að koma að þróuninni með sama hætti RB rekur meðal annars mikilvæg tölvukerfi fyrir fjármálafyrirtæki og Seðlabankann. Ragnhildur segir að sú stefnubreyting hafi átt sér stað hjá félaginu að það hyggist nú eingöngu þjónusta fjármálafyrirtæki. Það sé nú í höndum annarra að þróa sambærilegt greiðsluapp. „Við munum taka þátt í einhverjum tæknilegum útfærslum en við erum ekki að fara vera með framendalausn í okkar nafni. Við munum ekki að bjóða upp á lausnir sem eru nýttar beint af neytendum heldur af bönkunum og það er þá bankanna að sjá um framendalausnirnar.“ Kvitt byggði á lausn danska fyrirtækisins Swipp sem RB keypti afnot af á sínum tíma. Ragnhildur segir um óverulega upphæð hafi verið að ræða en útlit sé fyrir að sú fjárfesting RB, sem er í eigu stærstu fjármálafyrirtækja landsins, sé nú tapað fé. Vonar að bankarnir svari kallinu í þetta sinn Gunnar varaseðlabankastjóri útilokar ekki að byggt verði á þeim grunni sem RB hefur lagt með þróun Kvitt. Nú sé unnið að því að meta þær lausnir sem eru í boði. Við erum að hitta alla aðila á markaði. Við höfum rætt Kvitt, sænska kerfið Swish, og Dankort og MobilePay í Danmörku. Það er í raun og veru allt í skoðun en við reiknum með að undir lok árs verðum við komin með einhverja hugmynd að því hvaða leið er heppilegust fyrir íslenska markaðinn. Gunnar getur að öðru leyti ekki sagt til um hvað það muni taka langan tíma að þróa og innleiða lausnina. Hann segir að heimsfaraldurinn hafi tafið þessa vinnu sem hafi aftur farið af stað af fullum krafti í vor. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.Seðlabanki Íslands Gunnar segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að viðskiptabankarnir verði þungir í taumi þegar kemur að innleiðingu smágreiðslukerfisins. „Ég efast ekki um að kerfislega mikilvægir bankar muni fara í þá vegferð með okkur í ljósi þjóðaröryggis og fjármálastöðugleika. Þegar Kvitt fór í loftið þá var þetta ekki komið á þann stað að það væri búið að ræða þetta á vettvangi þjóðaröryggisráðs.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að það sé markmið stjórnvalda að ekki verði ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu smágreiðslumiðlunar hér á landi. „Ég tel ekki að þetta þurfi að vera áhyggjuefni vegna þess að það verkefni er á mjög góðri leið undir forystu Seðlabankans sem hefur verið að undirbúa greiðslumiðlun sem er þá tiltæk sem varaleið.“ Seðlabankar reyni að nútímavæða seðla og mynt En verður ódýrara fyrir verslanir að nota þessa þjónustu en hefðbundin greiðslukort líkt og dæmi eru um í nágrannalöndunum? „Við horfum fyrst og fremst til öryggis og skilvirkni en ég held að það muni líka leiða til lægri kostnaðar,“ segir Gunnar. Hann bætir við að seðlabankar víða um heim séu að skoða hvernig þeir geti stigið inn í það tómarúm sem myndast þegar notkun á seðlum og mynt dregst saman. „Þetta er feikilega áhugavert verkefni. Við þurfum að huga að því hvernig við getum nútímavætt seðla og mynt og þetta er ein leiðin. Það er mikil gerjun í gangi og okkar meginmarkmið er að lækka kostnað af greiðslumiðlun í íslenska hagkerfinu sem er þá til hagsbóta fyrir alla.“ Vefsíða Kvitt hefur verið tekin niður. Skjáskot Dönsk útgáfa Kvitt varð undir í baráttunni Ragnhildur segir að RB vinni nú með Seðlabankanum að því að skoða aðra valkosti í smágreiðslumiðlun. Auðvitað er best að markaðurinn leysi þetta og í Skandinavíu komu kannski fram tvær eða þrár lausnir og svo enda menn með eina. Í því samhengi má nefna að danska félagið Swipp var komið í slitameðferð þegar greint var frá samstarfi þess við RB árið 2017. Swipp hafði þá lotið Í lægra haldi fyrir MobilePay sem er í dag vinsælasta greiðsluappið í Danmörku. Gætum verið mun lengra komin Ragnhildur telur mögulegt að áhyggjur bankanna af samkeppnishömlum hafi tafið tilkomu íslenskrar smágreiðslulausnar. Gunnar tekur undir þetta. Það má vel vera að menn hafi verið að passa sig um of til að vera réttum megin um línuna og þess vegna hafi ekki verið hægt að ná nægilega öflugu samtali um þetta. Seðlabankinn líti hins vegar svo á að grunnþættir greiðslumiðlunar falli utan samkeppnisreksturs, líkt og grunninnviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur. „Hér hefur þetta einhvern veginn ekki náðst og það skiptir máli að taka þátt í þessari þróun,“ segir Ragnhildur. Hún telur ekki ólíklegt að Íslendingar væru komnir lengra á þessu sviði ef samstaða hefði náðst um Kvitt eða aðra sameiginlega lausn. Arion banki segir óvíst hvort eftirspurnin sé fyrir hendi Í svari frá Arion banka segir að prófanir á Kvitt hafi leitt í ljós að að lausnin væri „ekki mjög notendavæn og ekki taldar líkur á að hún næði árangri á markaði umfram þær lausnir sem þegar voru til staðar.“ Að sögn bankans hafa sambærilegar smágreiðslulausnir ekki síst notið vinsælda erlendis fyrir þær sakir að þær voru hraðvirkari en margir aðrir kostir. Á Íslandi gerist millifærslur hins vegar í rauntíma. „Meðal annars þess vegna mátum við það sem svo á sínum tíma að ekki væri sama þörf hér á landi og á Norðurlöndunum á að taka upp smágreiðslulausnir.“ „Rétt er að hafa í huga að vinsældir farsímagreiðslulausna eins og Apple Pay hafa aukist mikið hér á landi enda mjög þægilegar í notkun. Því er óvíst hvort eftirspurnin eftir nýrri greiðsluleið sé til staðar,“ segir í svari bankans sem segist þó vera opinn fyrir samstarfi á þessu sviði. Í svari frá Íslandsbanka segir að þessi mál séu til skoðunar innan bankans. Lögðu meiri áherslu á Apple Pay Að sögn Landsbankans tók hann einnig þátt í prófunum á Kvitt en á sama tíma hafi verið unnið að innleiðingu snjallsímagreiðslna með Apple Pay og Landsbankinn Kort. Meiri áhersla hafi verið lögð á að innleiða þær lausnir fyrir íslenska neytendur. „Landsbankinn lagði áherslu á, og gerir enn, að ef þróuð verði smágreiðslulausn til notkunar hér á landi verði stefnt á eina sameiginlega lausn, líkt og hefur reynst vel á öðrum Norðurlöndum. Mikilvægt er að greiðslulausnir nái mikilli notkun á markaði,“ segir í skriflegu svari. Fulltrúar bankans segjast sem fyrr vera jákvæðir í garð samstarfs á þessu sviði og frekari skoðun á þeim möguleikum sem eru í boði. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá bönkunum.
Greiðslumiðlun Seðlabankinn Verslun Íslenskir bankar Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36 Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41 Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. 19. ágúst 2021 07:36
Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. 1. júlí 2021 15:41
Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. 7. júlí 2020 09:21
Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15