Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2021 22:42 Hjálmar Hallgrímsson er vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu og formaður bæjarráðs Grindavíkur. Egill Aðalsteinsson Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. Á fimm mánaða afmæli eldgossins í Fagradalsfjalli lá gosvirkni niðri fram eftir degi, eins og sjá mátti á myndum í fréttum Stöðvar 2. Það breyttist síðdegis þegar aftur fór að krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu sýndi upptaktinn. Óróaritið sýnir vel reglubundið mynstur eldgossins að undanförnu, hvenær það liggur niðri og hvenær virknin er mest í gígnum.Veðurstofa Íslands Ekkert lát virðist á ferðamannastraumnum þá daga sem lítið sést til gossins. Aðstæður teljast lífshættulegar en verstu meiðslin hafa verið beinbrot. „Mér finnst kannski standa upp úr hvað þetta hefur allt gengið vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á björgunarsveitum, lögreglu. Það er búið að vera álag á landeigendum, vegagerð og fleiru. En einhvern veginn lendum við á löppunum. Og einhver slys og annað. En þetta er búið að ganga bara mjög vel.“ Horft yfir Langahrygg í átt að eldgígnum í dag. Sjá má ferðamenn á hryggnum. Dalverpið Nátthagi fyrir neðan til vinstri.Egill Aðalsteinsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa verið mikinn reynslutíma. „Það er sem sé þetta lærdómsgildi, bæði fyrir jarðvísindin og fyrir þjóðfélagið, sem mér finnst standa upp úr af þessu gosi,“ segir Páll Það skeri sig úr frá öðrum eldgosum hvað það sé stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjara þau út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera svona að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Hjálmar horfir líka á gosið sem formaður bæjarráðs Grindavíkur. „Þetta hefur náttúrlega þýtt alveg gríðarlegan fjölda ferðamanna inn í bæinn, og inn og út úr bænum. Og við höfum svo sem bara fagnað þessu. Ég veit að veitingastaðir og verslanir hafa fengið sinn skerf af því.“ Hjá veitingahúsum í bænum hefur gosið gert meira en að vega upp kreppuástand vegna covid. „Síðustu mánuðir hafa verið bara mjög góðir, með bestu mánuðum frá upphafi. Og það er bara gosinu að þakka. Meiri traffík í gegn. Allir staðir hérna njóta góðs af því,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House Bar & Grill. Kári Guðmundsson, veitingamaður í Grindavík.Egill Aðalsteinsson Og gasmengun hefur ekki ógnað bæjarbúum. „Jafnvel í logninu hérna í Grindavík þá höfum við ekki fengið nein vandræði út af mengun. Og vonum bara að svo verði áfram,“ segir Hjálmar. Jarðvísindamaðurinn segir engu hægt að spá um goslok. „Þetta gæti endað snögglega. Sum gos hafa endað mjög snögglega. Það gæti líka mallað svona áfram í mánuði og ár, - þessvegna,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Á fimm mánaða afmæli eldgossins í Fagradalsfjalli lá gosvirkni niðri fram eftir degi, eins og sjá mátti á myndum í fréttum Stöðvar 2. Það breyttist síðdegis þegar aftur fór að krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu sýndi upptaktinn. Óróaritið sýnir vel reglubundið mynstur eldgossins að undanförnu, hvenær það liggur niðri og hvenær virknin er mest í gígnum.Veðurstofa Íslands Ekkert lát virðist á ferðamannastraumnum þá daga sem lítið sést til gossins. Aðstæður teljast lífshættulegar en verstu meiðslin hafa verið beinbrot. „Mér finnst kannski standa upp úr hvað þetta hefur allt gengið vel,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á björgunarsveitum, lögreglu. Það er búið að vera álag á landeigendum, vegagerð og fleiru. En einhvern veginn lendum við á löppunum. Og einhver slys og annað. En þetta er búið að ganga bara mjög vel.“ Horft yfir Langahrygg í átt að eldgígnum í dag. Sjá má ferðamenn á hryggnum. Dalverpið Nátthagi fyrir neðan til vinstri.Egill Aðalsteinsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa verið mikinn reynslutíma. „Það er sem sé þetta lærdómsgildi, bæði fyrir jarðvísindin og fyrir þjóðfélagið, sem mér finnst standa upp úr af þessu gosi,“ segir Páll Það skeri sig úr frá öðrum eldgosum hvað það sé stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjara þau út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera svona að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Hjálmar horfir líka á gosið sem formaður bæjarráðs Grindavíkur. „Þetta hefur náttúrlega þýtt alveg gríðarlegan fjölda ferðamanna inn í bæinn, og inn og út úr bænum. Og við höfum svo sem bara fagnað þessu. Ég veit að veitingastaðir og verslanir hafa fengið sinn skerf af því.“ Hjá veitingahúsum í bænum hefur gosið gert meira en að vega upp kreppuástand vegna covid. „Síðustu mánuðir hafa verið bara mjög góðir, með bestu mánuðum frá upphafi. Og það er bara gosinu að þakka. Meiri traffík í gegn. Allir staðir hérna njóta góðs af því,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House Bar & Grill. Kári Guðmundsson, veitingamaður í Grindavík.Egill Aðalsteinsson Og gasmengun hefur ekki ógnað bæjarbúum. „Jafnvel í logninu hérna í Grindavík þá höfum við ekki fengið nein vandræði út af mengun. Og vonum bara að svo verði áfram,“ segir Hjálmar. Jarðvísindamaðurinn segir engu hægt að spá um goslok. „Þetta gæti endað snögglega. Sum gos hafa endað mjög snögglega. Það gæti líka mallað svona áfram í mánuði og ár, - þessvegna,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20