Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnarsson er í æfingabúðum rétt hjá Tókýó að undirbúa sig fyrir Ólympíumót fatlaðra. Instagram/@margunnarsson Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi
Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31