Már Gunnars í stofufangelsi í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 10:00 Már Gunnarsson er í æfingabúðum rétt hjá Tókýó að undirbúa sig fyrir Ólympíumót fatlaðra. Instagram/@margunnarsson Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera. Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Sundmaðurinn skemmtilegi Már Gunnarsson heldur áfram að sýna fylgjendum sínum hvernig það er að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í miðjum heimsfaraldri. Már sagði frá vörðunum í kringum herbergi hans á hótelinu í æfingabúðum íslenska hópsins í Tama. Már Gunnarsson lýsir hér aðstæðum á hótelinu sínu.Instagram/@margunnarsson „Jæja gott fólk, þá er Már kominn í stofufangelsi. Já eða mér líður alla vega pínulítið þannig en það vantar ekki regluverkið hérna,“ sagði Már og útskýrði frekar: „Ég má fara út einu sinni til tvisvar sinnum á dag undir eftirliti. Það sem kom mér mest á óvart er að næturnar þá eru tveir vopnaðir verðir hér fyrir utan hjá mér eða á ganginum. Einn er út í enda en svo er hinn í einhverju eftirlitsbúri hérna hinum megin,“ sagði Már en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hann fór síðan í smá leiðangur til að sína umræddan vörð. „Við ætlum að laumast út á gang og sjá til hvort við náðum ekki að mynda karlinn,“ sagði Már og það passaði að við enda hótelgangsins stóð vörður við öllu tilbúinn. Næstu daga eru áfram æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metta baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Það verður því nóg að gera hjá honum en fyrsta greinin hans er 28. ágúst næstkomandi. Már keppir í S11 flokki sem eru flokkur blindra. Klippa: Már Gunnars í stofufangelsi
Sund Íslendingar erlendis Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Már Gunnars þurfti að sitja á hækjum sér í sturtunni í sundlauginni í Tókýó Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson er mættur til Tókýó ásamt íslensku keppendunum á Ólympíumóti fatlaða. Már sýndi frá því að sturturnar í Japan eru ekki alveg eins og hann á að venjast heima á Íslandi. 18. ágúst 2021 12:31