Innlent

Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um kl. 22 var maður í annarlegu ástandi handtekinn á hóteli í póstnúmerinu 108. Hann er grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Hann var sömuleiðis vistaður í fangageymslu.

Þá var ökumaður stöðvaður í hverfi 112 um kl. 19. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×