Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Christopher Campbell, faðir hins unga William Cole, segir það hafa verið súrrealískt að sjá hann spila sinn fyrsta leik. Vísir/Stöð 2 Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira