Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Christopher Campbell, faðir hins unga William Cole, segir það hafa verið súrrealískt að sjá hann spila sinn fyrsta leik. Vísir/Stöð 2 Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira