Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglu.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í gærkvöldi og nótt. Önnur átti sér stað í umdæmi lögreglunnar í Garðabæ og Hafnarfirði og er það mál sagt í rannsókn. Hin átti sér stað á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur og þar liggja fyrir framburðir meints þolanda og geranda.
Lögregla hafði einnig afskipti af fjórum einstaklingum sem voru saman í bifreið. Bifreiðin var ótryggð og var hún tekin af skráningarmerkjum. Einn farþega verður kærður fyrir vopnalagabrot og annar var beltislaus. Þá var lagt hald á nokkra muni.
Í umdæmi lögreglunnar í Breiðholti og Kópavogi var vespu ekið á gangandi vegfaranda, sem var fluttur á slysadeild. Þá var tilkynnt um skemmdarverk á geymslum í fjölbýlishúsi í miðborginni. Búið var að spenna upp læsingar en ekki liggur fyrir hvort eitthvað var tekið.