Að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika Ástþór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2021 18:00 Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja. En það er orð, hugtak eða einkenni persónuleikans sem oftast er lykill að árangri í námi, starfi, íþróttum, tónlist, tómstundum eða öðru sem tengist lífinu. Enda skilgreinist þrautseigja sem að gefast ekki upp þrátt fyrir að okkur mistakist. Þannig alveg sama hversu oft við gerum mistök þá er það góður vegvísir að, að hlutirnir heppnist að lokum. Þetta getur verið erfitt viðureignar vegna þess að mistök litast oft af því að við séum mistæk, okkur sé ekki ætlað að ná þessu, þetta sé einum of erfitt og við ættum í raun og veru að láta þetta eiga sig og gefast upp. Það er oft sterk tilhneiging fyrir því að horfa á verkefni í fjarlægðinni með þessum hætti, að því að hlutirnir eru ekki að fara gerast í dag, eftir viku, eftir mánuð heldur eftir einhvern óákveðinn tíma. Eins og leikkonan Julie Andrews sagði: „Þrautseigja er að mistakast nítján sinnum en ná því í tuttugasta sinn“ (Ólafsson, 2021). Þannig tíminn er óútreiknanlegur! Yfirfærum þetta á skólakerfið og horfum til grunnskólanna sem eru að fara byrja aftur. Þá eru þetta veigamikil orð fyrir alla aðila sem koma að nemendum. Þótt hlutirnir séu ekki að ganga upp akkúrat núna! Þá séu þeir að fara virka seinna meir. Þá skiptir máli að foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur séu meðvitaðir um að svo sé. Vegna þess að við höfum fært okkur einum of mikið yfir á að mistök séu ekki leyfileg og að allir eiga að vera fullkomnir. Í þessu samhengi getum við horft til samfélagsmiðlanna hvernig þeir eru uppsettir af miklu leytinu til. En þar er búið að búa til hliðstæðan veruleika sem er í engu samræmi raunveruleikann. Þar sem þessi fyrrnefndi veruleiki er hvorki fiskur né fugl heldur einhver ímyndaður veruleiki þar sem hið fullkomna ræðu ríkjum. Þar er verið að afvegaleiða sjálfan einstaklinginn, breyta honum og bæta einhverju öðru við til að fanga þessa fullkomnustu (sem vissulega er hið óendanlega). Þessu tengt er þessi útlitsdýrkun sem einmitt einkennist af þessum hliðstæða veruleika og einkennir samfélagið þar sem fullorðið fólk er að stíla inn á þennan veruleika sem endurspeglast til nemendanna. Skilaboðin eru skýr! Fegurð til fullkomnustu skiptir meira máli en að vera manneskja sem gerir mistök vegna þess að mistök í þessum hliðstæða veruleika eru nánast óboðleg. Þannig foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og aðrir eru stöðugt að impra á að þessi veruleiki sé ekki hinn sanni veruleiki þannig að hugarheimur nemendanna verður ekki að einhverri brenglun sem hefur engar stoðir í nútímanum nema hægt og bítandi sem niðurbrot á sjálfsmyndinni. Ég veit að ég hljóma ýktur en sjálfsdýrkun með þessum hætti býður upp á leið að brotinni sjálfsmynd. En vitaskuld eru jákvæðir hlutir að eiga sér stað þarna en þá virðist vera erfitt að finna nálina í heystakknum! En við höfum líka aðrar leiðir til að vinna með þessu því ekki viljum við gera lítið úr þessum hliðstæða veruleika heldur kenna þeim að nota ákveðin verkfæri eða viðhorf til að lifa með í þessum veruleika. Þannig nemendur geta tekið þátt í honum en á sama tíma ekki tekið því bókstaflega að þessi veruleiki er hinn sanni veruleiki. Að nemendur fá að hugsa og hegða sér með skeikulum hætti í þessari sjálfsdýrkunar sýn. Vegna þess að við viljum kenna þeim að greina á milli þess jákvæða og neikvæða. Þannig að við færum okkur nær þeim veruleika að það er allt í lagi að vera frávik hvort sem það er útlit, hugsun, hegðun og hvernig við mætum verkefnum lífsins. Þar kemur þrautseigja sterklega til leiks enda á orðið, hugtakið eða persónuleikaeinkennið litla tengingu við þennan hliðstæða veruleika heldur meira við raunveruleikann. Vegna þess að persónuleikaeinkennið tengist raunverulegri mynd lífsins. Að mistök eru að gerast á hverjum degi og það er ekkert skömmustulegt við það. Vegna þess að við getum þjálfað okkur í að læra að horfa á að mistök sé partur af því að verða betri í einhverju. Lært og þjálfað okkur í að horfa á mistök sem vegvísir að því að læra og skilji eitthvað og geta nýtt sér það til að ná árangri. Með þessu getum við farið að byggja upp sterka nemendur sem horfa á sig sem ferli ekki sem tímabundið tímabil. Vegna þess að við verðum ekki góð í einhverju, alveg sama hvað það er, með nokkrum tilraunum. Heldur verðum við að halda stöðugt áfram hvort sem við horfum til stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinum, íþrótta, tónlistar, tómstundar o.s.frv. Þetta krefst mikilla vinnu, tíma, og fjöldann allan af mistökum. Eins og kínverski heimspekingurinn Konfúsíus sagði: „Okkar sætasti sigur er ekki að gera aldrei mistök heldur ekki hætta þótt okkur mistakist (Ólafsson, 2021). Þannig leyfum nemendum að gera mistök, leyfum nemendum líka að læra af sínum mistökum og leyfum nemendum að sjá að mistök er góður vegvísir að því að læra, skilja og ná árangri. Með þessu kennum við þeim að greina auðveldlega á milli hliðstæða veruleikans og þeim raunverulega. Kennum þeim að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ástþór Ólafsson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja. En það er orð, hugtak eða einkenni persónuleikans sem oftast er lykill að árangri í námi, starfi, íþróttum, tónlist, tómstundum eða öðru sem tengist lífinu. Enda skilgreinist þrautseigja sem að gefast ekki upp þrátt fyrir að okkur mistakist. Þannig alveg sama hversu oft við gerum mistök þá er það góður vegvísir að, að hlutirnir heppnist að lokum. Þetta getur verið erfitt viðureignar vegna þess að mistök litast oft af því að við séum mistæk, okkur sé ekki ætlað að ná þessu, þetta sé einum of erfitt og við ættum í raun og veru að láta þetta eiga sig og gefast upp. Það er oft sterk tilhneiging fyrir því að horfa á verkefni í fjarlægðinni með þessum hætti, að því að hlutirnir eru ekki að fara gerast í dag, eftir viku, eftir mánuð heldur eftir einhvern óákveðinn tíma. Eins og leikkonan Julie Andrews sagði: „Þrautseigja er að mistakast nítján sinnum en ná því í tuttugasta sinn“ (Ólafsson, 2021). Þannig tíminn er óútreiknanlegur! Yfirfærum þetta á skólakerfið og horfum til grunnskólanna sem eru að fara byrja aftur. Þá eru þetta veigamikil orð fyrir alla aðila sem koma að nemendum. Þótt hlutirnir séu ekki að ganga upp akkúrat núna! Þá séu þeir að fara virka seinna meir. Þá skiptir máli að foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og nemendur séu meðvitaðir um að svo sé. Vegna þess að við höfum fært okkur einum of mikið yfir á að mistök séu ekki leyfileg og að allir eiga að vera fullkomnir. Í þessu samhengi getum við horft til samfélagsmiðlanna hvernig þeir eru uppsettir af miklu leytinu til. En þar er búið að búa til hliðstæðan veruleika sem er í engu samræmi raunveruleikann. Þar sem þessi fyrrnefndi veruleiki er hvorki fiskur né fugl heldur einhver ímyndaður veruleiki þar sem hið fullkomna ræðu ríkjum. Þar er verið að afvegaleiða sjálfan einstaklinginn, breyta honum og bæta einhverju öðru við til að fanga þessa fullkomnustu (sem vissulega er hið óendanlega). Þessu tengt er þessi útlitsdýrkun sem einmitt einkennist af þessum hliðstæða veruleika og einkennir samfélagið þar sem fullorðið fólk er að stíla inn á þennan veruleika sem endurspeglast til nemendanna. Skilaboðin eru skýr! Fegurð til fullkomnustu skiptir meira máli en að vera manneskja sem gerir mistök vegna þess að mistök í þessum hliðstæða veruleika eru nánast óboðleg. Þannig foreldri/ar, kennarar, stuðningsfulltrúar og aðrir eru stöðugt að impra á að þessi veruleiki sé ekki hinn sanni veruleiki þannig að hugarheimur nemendanna verður ekki að einhverri brenglun sem hefur engar stoðir í nútímanum nema hægt og bítandi sem niðurbrot á sjálfsmyndinni. Ég veit að ég hljóma ýktur en sjálfsdýrkun með þessum hætti býður upp á leið að brotinni sjálfsmynd. En vitaskuld eru jákvæðir hlutir að eiga sér stað þarna en þá virðist vera erfitt að finna nálina í heystakknum! En við höfum líka aðrar leiðir til að vinna með þessu því ekki viljum við gera lítið úr þessum hliðstæða veruleika heldur kenna þeim að nota ákveðin verkfæri eða viðhorf til að lifa með í þessum veruleika. Þannig nemendur geta tekið þátt í honum en á sama tíma ekki tekið því bókstaflega að þessi veruleiki er hinn sanni veruleiki. Að nemendur fá að hugsa og hegða sér með skeikulum hætti í þessari sjálfsdýrkunar sýn. Vegna þess að við viljum kenna þeim að greina á milli þess jákvæða og neikvæða. Þannig að við færum okkur nær þeim veruleika að það er allt í lagi að vera frávik hvort sem það er útlit, hugsun, hegðun og hvernig við mætum verkefnum lífsins. Þar kemur þrautseigja sterklega til leiks enda á orðið, hugtakið eða persónuleikaeinkennið litla tengingu við þennan hliðstæða veruleika heldur meira við raunveruleikann. Vegna þess að persónuleikaeinkennið tengist raunverulegri mynd lífsins. Að mistök eru að gerast á hverjum degi og það er ekkert skömmustulegt við það. Vegna þess að við getum þjálfað okkur í að læra að horfa á að mistök sé partur af því að verða betri í einhverju. Lært og þjálfað okkur í að horfa á mistök sem vegvísir að því að læra og skilji eitthvað og geta nýtt sér það til að ná árangri. Með þessu getum við farið að byggja upp sterka nemendur sem horfa á sig sem ferli ekki sem tímabundið tímabil. Vegna þess að við verðum ekki góð í einhverju, alveg sama hvað það er, með nokkrum tilraunum. Heldur verðum við að halda stöðugt áfram hvort sem við horfum til stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinum, íþrótta, tónlistar, tómstundar o.s.frv. Þetta krefst mikilla vinnu, tíma, og fjöldann allan af mistökum. Eins og kínverski heimspekingurinn Konfúsíus sagði: „Okkar sætasti sigur er ekki að gera aldrei mistök heldur ekki hætta þótt okkur mistakist (Ólafsson, 2021). Þannig leyfum nemendum að gera mistök, leyfum nemendum líka að læra af sínum mistökum og leyfum nemendum að sjá að mistök er góður vegvísir að því að læra, skilja og ná árangri. Með þessu kennum við þeim að greina auðveldlega á milli hliðstæða veruleikans og þeim raunverulega. Kennum þeim að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Heimildir: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar