Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Sæberg og Birgir Olgeirsson skrifa 14. ágúst 2021 19:27 Árni Arnþórsson á fundi með dómsmálaráðherra Afganistan. Aðsend Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36