Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 15:32 Að minnsta kosti þrjú hundruð börn sitja nú heima í sóttkví eftir vikuna. Vísir/Vilhelm Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira